Hverjir eru slysatryggðir?

  • Allir launþegar án tillits til aldurs, sem starfa hér á landi. Starf um borð í skipi eða loftfari, íslensku eða sem gert er út eða rekið af íslenskum aðilum jafngildir starfi hér á landi ef laun eru greidd hér á landi.
  • Atvinnurekendur í landbúnaði sem vinna landbúnaðarstörf, makar þeirra og börn á aldrinum 13 til og með 17 ára.
  • Atvinnurekendur sem starfa í eigin atvinnurekstri í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði.
  • Útgerðarmenn sem sjálfir eru skipverjar.
  • Þeir sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn yfirvofandi meiriháttar tjóni á verðmætum.
  • Nemendur í iðnnámi í löggiltum iðngreinum og nemar í starfsnámi sem stunda nám í heilbrigðisgreinum og raunvísindum og háskólanemar þegar þeir sinna verklegu námi

  • Íþróttafólk sem orðið er 16 ára og tekur þátt í íþróttaiðkunum og slasast við æfingar, sýningar eða keppni. Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) eða Kraftlyftingasambands Íslands undir stjórn þjálfara.
  • Þeir sem merkt hafa við viðeigandi reit í skattframtali og verða fyrir slysi við heimilisstörf.
  • Sjúklingar á sjúkrastofnunum hins opinbera sem verða fyrir heilsutjóni eða örorku vegna læknisaðgerða fyrir árið 2001. Frá þeim tíma hafa gilt sérstök lög um sjúklingatryggingu.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica