Fyrningarákvæði

Slys er tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, Reykjavík eða til umboða um land allt.

Hinum slasaða eða þeim sem vilja gera kröfu til bóta vegna slyssins ber að fylgjast með því að tilkynningarskyldunni sé fullnægt.

Ef sá sem átti að tilkynna slys hefur vanrækt það, skal það ekki vera því til fyrirstöðu að sá sem fyrir slysi varð eða eftirlátnir vandamenn hans geti gert kröfu til bóta ef það er gert áður en ár er liðið frá því að slysið bar að höndum.

Heimilt er þó að greiða bætur þótt liðið sé ár frá því að slys bar að höndum ef atvik eru svo ljós að drátturinn torveldar ekki gagnaöflun um atriði er máli skipta.

Almennt skal ekki fallið frá kröfu um að slys sé tilkynnt innan tilkynningarfrests þegar liðið hafa meira en 10 ár frá því að slys bar að höndum og þar til það er tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands.

Bætur vegna sjúkrahjálpar, dagpeninga og dánarbætur skal aldrei úrskurða lengra aftur í tímann en tvö ár frá þeim tíma að stofnuninni bárust öll gögn sem nauðsynleg eru til að unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt og fjárhæð bóta. Tímamark þetta gildir ekki að því er varðar slysalífeyri.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica