Slysadagpeningar

Slysadagpeningar greiðast í allt að 52 vikur.

Heimilt er að framlengja greiðslur í stuttan tíma í ákveðnum tilvikum.

Greiðslur mega ekki fara fram úr 3/4 af vinnutekjum bótaþega við þá vinnu sem hann stundaði er slysið varð.

Greiðsla slysadagpeninga til þeirra sem fá greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins getur haft áhrif á rétt til tekjutryggingar, heimilisuppbótar og annarra uppbóta á lífeyri. Sjá nánari upplýsingar á vef Tryggingastofnunar, www.tr.is .

Viðbót vegna barna yngri en 18 ára

Sjúkratryggingar Íslands greiða viðbót við slysadagpeninga ef barn eða börn eru á framfæri þess er fær greidda slysadagpeninga.

Ef barn/börn eru utan heimilis greiða slysatryggingar viðbót fyrir hvert barn. Sanna þarf greiðslur með börnum með meðlagsúrskurði eða skilnaðarbréfi .

Þáttur launagreiðanda

Fái hinn slasaði laun í slysaforföllum renna slysadagpeningagreiðslur til launagreiðanda, svo og viðbót vegna barna.

Athugið að launagreiðanda er ekki greitt meira en sem nemur 3/4 af greiddum launum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica