Sjúkrahjálp

Læknishjálp

Greitt er að fullu fyrir læknishjálp vegna afleiðinga slyssins samkvæmt samningum Sjúkratrygginga

Lyf og umbúðir

Sjúkratryggingar greiða að fullu fyrir allar nauðsynlegar umbúðir  og lyf sem ávísað er af lækni og viðkomandi þarfnast vegna afleiðinga slyss.

Tannviðgerðir

Sjúkratryggingar Íslands greiða að fullu viðgerð skv. gjaldskrá SÍ vegna brots eða löskunar á heilbrigðum tönnum eða vel viðgerðum tönnum. Greiðslum fyrir samskonar viðgerðir á lélegri tönnum má takmarka við kostnað sem ætla má að hefði orðið hefði ef þær hefðu verið heilbrigðar.

Gervilimir og hjálpartæki

Greitt er að fullu fyrir gervilimi, spelkur og bæklunarskófatnað. Ef hjálpartæki laskast í slysi greiðir stofnunin fyrir viðgerð eða endurnýjun á þeim, ef viðgerð telst ekki fullnægjandi. Sama gildir um gervitennur. Takmörk eru á fjölda hjálpartækja sem greidd eru á ári.

Sjúkraflutningur slasaðs einstaklings

Sjúkratryggingar Íslands greiða að fullu sjúkraflutning með sjúkraflugvél eða sjúkrabíl fyrst eftir slys eða þegar nauðsynlegt þykir að senda þann slasaða með slíkum faratækjum til meðferðar hjá lækni eða í sjúkrahúsi. Ekki er þó greitt fyrir einstakar ferðir þegar um endurteknar ferðir eru að ræða vegna meðferðar.

Sjúkraþjálfun

Greitt er að fullu fyrir sjúkraþjálfun samkv. samningum sjúkratrygginga sem einstaklingur þarfnast nauðsynlega vegna afleiðinga slyss.

Hjúkrun í heimahúsi

Heimilt er að greiða hjúkrun í heimahúsum sem veitt er af þeim sem ekki eru skyldir viðkomandi.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica