Örorkubætur

75% örorka eða meiri

Sé örorka metin 75% eða meiri er greiddur fullur örorkulífeyrir mánaðarlega. Hann er óháður öðrum tekjum bótaþega. Fullur barnalífeyrir er greiddur með börnum á framfæri hins slasaða ef öroka er 75% eða meiri. Að öðru leyti gilda almennar reglur um greiðslu barnalífeyris.

50-74% örorka

Ef örorka er metin 50% greiðist hálfur örorkulífeyrir og síðan 2% til viðbótar fyrir hvert örorkustig upp að 75% örorku.

Barnalífeyrir lækkar um 4% fyrir hvert 1% sem vantar á örorku og einungis er greiddur barnalífeyrir með þeim börnum sem voru á framfæri bótaþegans er slysið átti sér stað.

10-49% örorka

Ef örorka er metin á bilinu 10-49% er heimilt að greiða örorkubætur í einu lagi, þ.e. sem eingreiðslu. Eingreiðslan jafngildir lífeyri hlutaðeigandi um tiltekið árabil og er reiknuð út samkvæmt reglugerð.

9% eða minni örorka

Ef örorka reynist 9% eða minni greiðast ekki örorkubætur.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica