Dánarbætur

Hverjir fá greiddar dánarbætur?

Ekkja/ekkill sem var í samvistum við hinn látna eða á framfæri hans fær mánaðarlegar bætur í átta ár frá dánardegi hins látna. Ef ekkja/ekkill andast áður en bætur hafa verið greiddar að fullu (ef átta ára tíminn er ekki liðinn) greiðast eftirstöðvar dánarbótanna til dánarbúsins.

Dánarbætur falla ekki niður við 67 ára aldur ekkju/ekkils og ekki við stofnun nýs hjúskapar.

Barnalífeyrir er greiddur með hverju barni undir 18 ára aldri sem var á framfæri hins látna.

Bætur til barna 16 ára og eldri sem eru öryrkjar

Barn eldra en 16 ára sem er 33% öryrki eða meira og var á framfæri hins látna þegar slysið varð á rétt á eingreiðslu. Sú upphæð fer eftir því að hve miklu leyti barnið naut stuðnings hins látna við fráfall hans.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica