Hverjir geta átt rétt á bótum úr sjúklingatryggingu?

Einnig eru tryggðir þeir sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem er ekki liður í sjúkdómsgreiningu eða meðferð á sjúkdómi einstaklingsins. Einnig þeir sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkamsvökva. 

Sérstök athygli er vakin á því að sjúklingatrygging bætir ekki heilsutjón sem er afleiðing lyfjameðferðar nema umrætt lyf hafi ekki verið gefið á réttan hátt eða það hefði verið unnt að beita annarri meðferðaraðferð.

Hvar eru sjúklingar tryggðir?

Sjúkratryggingar Íslands afgreiða umsóknir um bætur um sjúklingatryggingu vegna tjóns sem verður:

  • á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum sem ríkið á í heild eða að hluta.
  • í sjúkraflutningum
  • á heilbrigðisstofnunum erlendis þegar sjúklingur er þar á vegum Sjúkratrygginga ef ekki fást fullar bætur í viðkomandi ríki.

Ef heilsutjón verður á öðrum stöðum þarf sjúklingur að beina umsókn til vátryggingafélags viðkomandi stofnunar eða heilbrigðisstarfsmanns.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica