Sjúklingatrygging

Sjúklingatrygging tekur til tjóns sem verður í tengslum við rannsóknir eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun hér á landi. Einnig á sjúkrahúsi erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt. 

Sjúkratryggingar Íslands annast sjúklingatryggingu fyrir heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir sem ríkið á í heild eða að hluta og einnig vegna sjúkraflutninga og sjúklinga erlendis á vegum Sjúkratrygginga og "siglinganefndar".

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn kaupa sjúklingatryggingu hjá vátryggingafélögum. Sjúklingar sem orðið hafa fyrir heilsutjóni í tengslum við meðferð eða rannsókn hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðismönnum þurfa því að beina bótakröfum sínum vátryggingafélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

Atvik sem gerðust fyrir 1. janúar 2001

Lög um sjúklingatryggingu ná til atvika sem gerðust eftir 1. janúar 2001. Um atvik sem gerðust fyrir 1. janúar 2001 gildir ákvæði sem var í lögum um almannatryggingar þar til lög um sjúklingatryggingu voru sett.

Samkvæmt því ákvæði eru tryggðir þeir sjúklingar sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisáðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica