Næring um slöngu (sondunæring)
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða það sem er umfram neðangreindar fjárhæðir fyrir hvern mánaðarskammt:
Aldur: | |
0-5 ára | 9.000 kr. |
6-9 ára | 17.900 kr. |
10-12 ára | 26.900 kr. |
13-17 ára | 35.900 kr. |
18 ára og eldri | 44.900 kr. |
Ef sondunæring er aðeins hluti af orkuþörf einstaklings lækkar fjárhæðin í
hlutfalli við það.
SÍ hafa gert samning við Icepharma um kaup á sondunæringu, fylgihlutum og sondudælu
og þangað leita skjólstæðingar SÍ. Sjá upplýsingabækling um þjónustuna frá Icepharma hér.