S-merkt lyf sem afgreidd hafa verið í apótekum

Vegna breytinga sem taka gildi 1. janúar 2021 á merkingu og greiðsluþátttöku S-merktra lyfja sem afgreidd hafa verið í apótekum

Með nýjum lyfjalögum sem taka gildi 1. janúar 2021 þá fellur niður S-merking lyfja. Lyf sem eru S-merkt í dag verða ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.

Hingað til hafa S-merkt lyf verið sjúklingum að kostnaðarlausu, en frá 1. janúar munu þau sem verða almenn lyf fá annað hvort almenna greiðsluþátttöku (G-merkt) eða vera án greiðsluþátttöku (0-merkt). Í þeim tilfellum þar sem verið er að nota almenn lyf utan heilbrigðisstofnana sem ekki eru með greiðsluþátttöku (0-merkt) verður hægt að sækja um lyfjaskírteini að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Frekari upplýsingar um greiðsluþrep má finna hér https://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/greidsluthrep/.

Leyfisskyld lyf verða áfram sjúklingum að kostnaðarlausu og lyf sem hafa verið leyfisskyld verða það áfram.

Skilgreining á leyfisskyldum lyfjum: Lyf sem eingöngu er heimilt að nota að undangengnu samþykki lyfjanefndar Landspítala, eru jafnan kostnaðarsöm eða vandmeðfarin og krefjast sérfræðiþekkingar og aðkomu heilbrigðisstarfsfólks hvort heldur er vegna gjafar, eftirlits með sjúklingi eða eftirlits með notkun lyfsins.

Við bendum jafnframt á frétt sem birt var á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar um af S-merkingu lyfja https://lgn.is/?id=2640.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica