S-lyf / -lyfjapakkningar til afgreiðslu í apótekum frá og með 1. apríl 2015

Frá og með 1. apríl 2015 mun eftirfarandi fyrirkomulag gilda um greiðsluþátttöku sjúkra­trygginga vegna S-lyfja / -lyfjapakkninga sem eru til afhendingar í apótekum.  Öll önnur afhending þessara lyfja til sjúkratryggðra á sér stað á heilbrigðisstofnunum: 

  • Umrædd lyf / pakkningar skulu afgreiddar frá apóteki á grundvelli útgefinna lyfseðla og lyfjaskírteina sem SÍ hafa gefið út.   Lyfin / pakkningarnar verða annars vegar afgreiddar með sambærilegum hætti og öll önnur lyf (sem eru með einstaklingsbundinni greiðslu­þátttöku) og hins vegar með tilliti til sérstakra útboðssamninga (sem eru í gildi milli heildsala og ríkisins (SÍ/LSH)).  Til einföldunar eru þessi lyf hér kölluð útboðslyf.

  • Afhending útboðslyfja utan heilbrigðisstofnana er háð því að í gildi sé rammasamningur (rammasamninginn má nálgast hér) við apótek og afgreiðslusamningur við heildsala.
  • Með rammasamningi við apótek er leitast við að pöntun og afgreiðsla útboðslyfja sé sem líkust því sem á við um lyf almennt og tryggt að verðlagning þeirra sé skv. lyfjaverðskrá Lyfjagreiðslunefndar.

  • Samkvæmt afgreiðslusamningi við heildsala eru útboðslyf til apóteka verðlögð á grundvelli hámarksverðs skv. lyfjaverðskrá og SÍ tryggt umsamið heildsöluverð með útgáfu afreiknings (kredit-reiknings).
  • Öll afgreiðsla S-lyfja í apótekum verður skráð á notendur með sambærilegum hætti og gildir almennt um lyf skv. lyfjalögum.  Rekjanleiki lyfjanna verður tryggður, svo og skráning í lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis.  Breytingarnar auka öryggi í umsýslu lyfjanna og nýir möguleikar opnast til eftirlits með árangri, gæðum og lyfjanotkun.  Stefnt er að aukinni hagkvæmni í dreifingu og afhendingu lyfjanna.

Áætlað er að allt að 114 S-lyf geti fallið undir framangreint fyrirkomulag frá og með 1. apríl, þar af allt að 51 útboðslyf.  Í framhaldinu er síðan stefnt að af-S-merkingu þessara lyfja.

Þegar um tiltekin S-lyf er að ræða getur afgreiðslufyrirkomulagið vikið frá framangreindri lýsingu.  Hér er um lyf að ræða sem almennt er talið nauðsynlegt að afhenda beint til sjúklinga á deildum heilbrigðisstofnana af faglegum ástæðum eða vegna þess að um útboðslyf er að ræða án samnings um afhendingu utan stofnana.

 

Listi yfir apótek sem er heimilt að afgreiða S-lyf til notkunar utan heilbrigðisstofnana 
 Akureyrarapótek
 Apótek Garðabæjar
 Apótek Hafnarfjarðar
 Apótek LSH
 Apótek MOS
 Apótek Ólafsvíkur
 Apótek Vesturlands
 Árbæjarapótek
 Austurbæjar Apótek
 Borgarapótek
 Costco Apótek
 Farmasía
 Garðsapótek
 Hraunbergsapótek
 Lyf og heilsa hf. (Lyf & heilsa, Apótekarinn, Gamla apótekið(Melhaga), Skipholtsapótek)
 Lyfja hf. (Lyfja og Apótekið)
 Lyfjaborg
 Lyfjaval ehf. (Apótek Suðurnesja)
 Lyfjaver
 Lyfsalinn Glæsibæ
 Lyfsalan Vopnafirði
 Reykjavíkur Apótek
 Rima apótek
 Siglufjarðar Apótek
 Urðarapótek

Listi yfir S-merkt lyf til notkunar utan heilbrigðisstofnana.  Öll S-merkt lyf sem ekki eru á listanum krefjast ávísunar og afhendingar á dag-, göngudeildum eða legudeildum heilbrigðisstofnana.

Lyfjalisti S-lyfja 1.des 2016

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica