Greiðsludreifing á lyfjakostnaði

1. Almenn greiðsludreifing

Hægt er að dreifa lyfjakostnaði á 2-3 greiðslur í byrjun 12 mánaða greiðslutímabils (þ.e. lyfjakostnaði sem greiddur er áður en til þátttöku sjúkratrygginga kemur, sbr. viðmiðunarfjárhæðirnar 14.500 kr. fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja  og 22.000 kr. fyrir aðra sjúkratryggða). Kostnaði einstaklings umfram 8.000 kr. er hægt að skipta á tvær greiðslur og kostnaði umfram 15.000 kr. er hægt að skipta á þrjár greiðslur. Lágmarksgreiðsla er aldrei lægri en 4.000 kr.

Samningurinn gildir um lyf sem eru með greiðsluþátttöku SÍ.

Áður en samningur um greiðsludreifingu verður gerður milli lyfsala og lyfjakaupanda þarf lyfsali að sækja um greiðsludreifingu og greiðsluþátttöku til Sjúkratrygg­inga Íslands. Lyfsölum sem gerast aðilar að rammasamningnum verður jafnframt heimilt að setja það skilyrði að sækja verði um dreifinguna á ákveðnum tíma, t.d. virka daga milli kl 9 og 12.

Þegar lyfjakaupandi hefur skrifað undir samning um greiðsludreifingu í apóteki þá er krafan send í heimabanka hans. Ef lyfjakaupandi hefur ekki heimabanka þá þarf hann að hafa samband við Sjúkratryggingar Íslands, annað hvort í síma 515 0000 eða með tölvupósti [email protected] og biðja um að fá heimsenda greiðsluseðla sem hægt er að nota til greiðslu í banka.

 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica