Lyfjaverð

Lyfjaafgreiðslunefnd ákveður hámarksverð lyfja og hvort sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu lyfsins.  Undir dálknum ,,Gr. merking" kemur fram hvort lyfið er með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga:
        G merking: Lyfið er með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

        0 merking: Lyfið er ekki með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Greiðsluþátttaka SÍ miðast við viðmiðunarverð lyfsins, sé það til staðar (sjá dálk lengst til hægri í verðskránni). Viðmiðunarverð er lægsta hámarksverð samheitalyfja. Ef viðmiðunarverð er lægra en verð lyfs greiðir einstaklingur mismuninn. Sá kostnaður fellur ekki undir greiðsluþrep.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica