Greiðsluþrep lyfjakaupa

- breyting á þrepum sem tók gildi 1. janúar 2021

Tólf mánaða greiðslutímabil hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. okt. 2019 þá lýkur tímabilinu 15. okt. 2020. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.

Greiðsluþátttaka almennt

Þrep         Lyfjakostnaður á 12 mánaða                               tímabili
                  Greiðsluhlutfall
            Einstaklingar Heildarkostnaður Einstaklingar Sjúkratryggingar
1 22.000 kr. 22.000 kr. 100% 0%
2 31.750 kr. 87.000 kr. 15% 85%
3 62.000 kr. 490.333 kr. 7,5% 92,5%
4
0 kr. > 490.333 kr. 0%
100%

Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili  er 62.000 kr.

Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára.

Þrep      Lyfjakostnaður á 12 mánaða                                   tímabili
              Greiðsluhlutfall
            Einstaklingar Heildarkostnaður Einstaklingar Sjúkratryggingar
1 14.000 kr. 14.000 kr. 100% 0%
2 20.875 kr. 57.000 kr. 15% 85%
3 41.000 kr. 325.333 kr. 7,5% 92,5%
4
0 kr. > 325.333 kr. 0%
100%

Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili er 41.000 kr.

Lyf sem eru með greiðsluþátttöku (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) falla undir greiðsluþrepin. Þau lyf sem sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða, falla utan greiðsluþrepanna og einstaklingurinn greiðir þau lyf að fullu sjálfur.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica