Viðgerðarþjónusta hjálpartækja

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á stór-höfuðborgarsvæðinu

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á landsbyggðinni

 

 • Samningar eru við fyrirtæki um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga Íslands eftir að ábyrgð seljanda er útrunnin.
 • Notendur hjálpartækja sem eru með hjálpartæki í láni í eigu SÍ geta leitað til verkstæða sem SÍ hafa gert samninga við um viðgerðarþjónustu.
 • Mikilvægt er þegar tæki eru send í viðgerð að með þeim fylgi nafn, kennitala, tilkynning um að tækið sé að koma í viðgerð og lýsing á vandamálinu.
 • Eftirfarandi reglur gilda um viðgerðarþjónustu hjálpartækis sem eru í eigu SÍ:
  • Hjálpartæki er skráð í láni hjá notanda tækis.
  • Viðgerðir á tækjum í ábyrgð eru á ábyrgð seljenda.
  • Viðgerð hjá verkstæði með samning við SÍ og viðurkenndum aðilum.
 • Viðgerð skal gerð svo fljótt sem auðið er hverju sinni.

 • Bjóða skal notendum þjónustunnar ákveðnar viðgerðir meðan beðið er s.s. smærri viðgerðir eins og sprungið dekk á hjólastól.

 • Almennar viðgerðir skulu unnar innan tveggja vinnudaga ef varahlutir eru fyrirliggjandi hér á landi.

 • Varahlutir eru afgreiddir til þeirra aðila sem það vilja og geta skipt um sjálfir.

 • Bjóða skal að sækja og senda tæki í/úr viðgerð sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl.

 • Bjóða skal viðgerð í heimahúsi vegna veggfastra hjálpartækja eða hjálpartækja sem ekki er hentugt að flytja af heimili notenda s.s. sjúkrarúm.

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands annast uppsetningu, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða sér um að aðrir annist það.

 

Neyðarþjónusta vegna rafknúinna hjálpartækja

 • Neyðarþjónusta getur náð til bilunar í sjúkrarúmi, fólkslyftara, rafknúins hjólastóls, hjálpartækjum/sérbúnaði bifreiða og etv. öðrum rafknúnum tækjum.

 • Neyðarþjónusta við ákveðnar alvarlegar aðstæður þegar notandi er ósjálfbjarga í hjálpartæki sínu sem bilar og getur ekki leitað aðstoðar hjá aðstoðarfólki/sínum nánustu t.d. vegna sjúkrarúms sem er fast í efstu stöðu,  vegna veggfastar lyfta sem bilar og notandi er fastur í segli lyftara.


 Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica