Umhirða hjálpartækja
- Skoðaðu leiðbeiningar sem fylgja tækinu.
- Ef um áklæði er að ræða fylgja yfirleitt leiðbeiningar um hitastig og þvott, eins og til dæmis sessur í hjólastóla.
- Endingartími tækisins verður lengri ef tækið er þrifið og viðhaldið reglulega. Flest tæki þola milt sápuvatn (ekki sterk hreinsiefni).
- Aldrei sprauta vatni yfir rafknúin tæki.
- Rétt er að hafa rafknúin tæki í hleðslu á nóttinni.
- Öll hjálpartæki (líka þau sem eru notuð úti) þurfa að standa í upphituðu, vatns- og vindheldu rými þegar þau eru ekki í notkun.