Samningar um hjálpartæki

Þegar um samninga í kjölfar útboðs er að ræða er þátttaka SÍ í kaupum á hjálpartæki háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

Þar sem SÍ hafa ekki gert samninga er leitað tilboða í einstök hjálpartæki og vörur eða gerðar verðkannanir.

Skyldur seljenda

  • Samningsbundin fyrirtæki ábyrgjast að geta ætíð útvegað hjálpartæki, aukahluti, varahluti og annað sem tryggir fullnægjandi þjónustu.
  • Samningsbundin fyrirtæki bera tveggja ára ábyrgð á framleiðslugalla í hjálpartæki og á tjóni sem hlýst af galla á hjálpartæki.
  • Seljandi ber ábyrgð á afhendingu umsaminna hjálpartækja til notenda. Til að kaup á hjálpartæki geti farið fram verður formlegt samþykki Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um hjálpartæki að liggja fyrir.
  • Í afhendingu er innifalin aðlögun og leiðbeiningar um notkun hjálpartækjanna sem við á hverju sinni. Með aðlögun er átt við að tækið sé tilbúið til notkunar, samsett og stillt fyrir notanda. Seljandi ber enn fremur að sinna öllum sanngjörnum óskum notanda um frekari leiðbeiningar um notkun hjálpartækisins, án frekara endurgjalds.
  • Breytingar og/eða aðlögun stoðtækis (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) innan 3 mánaða frá afhendingu stoðtækisins er innifalin í verði þess.
  • Afhendingartími, þ.e. sá tími, sem tekur fyrirtækið að útvega og stilla hjálpartæki skal vera hámark 3 vikur frá móttöku formlegs samþykkis SÍ eða móttöku tækjapöntunar, hvort sem síðar er.
  • Afhendingartími á sérmótum í hjólastóla er þó 5 vikur samanber ofangreint. Afhendingartími á stoðtækjum (spelkum, gervilimum og bæklunarskóm) á að vera 1-5 vikur samanber ofangreint. Þegar um er að ræða sérsmíðaða skó fyrir einstakling í fyrsta skipti skal afhendingartími þó vera hámark 8 vikur.
  • Í sérstökum tilvikum geta SÍ samþykkt lengri afhendingartíma að fenginni rökstuddri greinargerð frá viðkomandi fyrirtæki.
  • Leiðbeiningar á íslensku skulu fylgja hjálpartæki. Tækið skal vera með merki framleiðanda (ekki seljanda). Fyrirtækið skal einnig merkja hjálpartækið með merkimiða SÍ.
  • Öll framangreind þjónusta er innifalin í verði tækjanna.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica