Sækja og senda hjálpartæki

Höfuðborgarsvæðið

Eftirtaldar tegundir hjálpartækja eru sótt og send af hjálpartækjamiðstöð:

  • sjúkrarúm,
  • rafknúnir hjólastólar,
  • handknúnir hjólastólar,
  • persónulyftarar,
  • vinnustólar,
  • kerrur,
  • hjól,
  • standgrindur,
  • bað- og salernisstólar á hjólum,
  • stuðningstangir sem eru settar upp af bílstjóra hjá notanda.

Önnur hjálpartæki sem komast í fólksbíl annast notandi flutning á sjálfur.

Landsbyggðin

Öll hjálpartæki sem fara út á land og koma utan af landi eru flutt með vöruflutningafyrirtækjum og er flutningskostnaður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Hjálpartækjamiðstöð fer með og sækir hjálpartæki til vöruflutningafyrirtækis á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Stofnanir og sérstök heimili

Stofnanir og sérstök heimili eins og dvalar- og hjúkrunarheimili, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og vistheimili, sækja og senda öll hjálpartæki, þar á meðal rafknúna hjólastóla.

Sjúkratryggingar Íslands sjá ekki um flutning á hjálpartækjum milli heimila þegar notandi þeirra er að flytja, hvort heldur það er á milli íbúða eða skóla.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica