Um hjálpartæki

Hjálpartæki í bifreiðar

Sjúkratryggingar Íslands greiða eða taka þátt í kaupum á nauðsynlegum hjálpartækjum eftir ákveðnum reglum.

Það er ýmiss búnaður í bifreiðar sem nauðsynlegur er vegna fötlunar ökumanns eða fyrir farþega í hjólastól í bifreið.

Dæmi um styrk er vegna sjálfskiptingar, sérstakra breytinga á hemlabúnaði og bensíngjöf og fastar skábrautar/bílalyftu fyrir hjólastólanotendur.

Sækja skal um hjálpartæki í bifreið á umsóknareyðublaði um hjálpartæki og fylla út gátlista „Gátlisti með umsókn um hjálpartæki í bifreiðar“.

Fyrirtæki sem selja hjálpartæki í bifreiðar og sjá um ísetningu þeirra eru m.a. (í stafrófsröð).

  • Bílaklæðningar, Kársnesbraut 100, 200 Kópavogur, sími: 554-0040
  • Bílaskjól, Akralind 3, 201 Kópavogur, sími: 564-0900
  • Öryggismiðstöðin, Askalind 1, 201 Kópavogur, sími: 570-2400 

Hjálpartæki til tjáskipta

Sjúkratryggingar Íslands greiða hjálpartæki til tjáskipta vegna mikilla örðugleika við munnlega og/eða skrifleg tjáskipti eftir ákveðnum reglum.

Það eru til ýmiss konar lausnir til að auðvelda tjáskipti, þar má nefna einfaldar lausnir svo sem skriffæri, samskiptabækur og myndaspjöld.

Sérhæfðari tjáskiptatæki geta verið tölvur, talgervlar, sérútbúnir rofar og augnstýribúnaður.

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands hefur sett á laggirnar teymi sérfræðinga til ráðgjafar vegna umsókna um sérhæfð tjáskiptahjálpartæki.

Hægt er að lesa nánar um  það hér:

Hjálpartæki til notkunar á sambýlum

Þeir sem búa á sambýli og eru sjúkratryggðir eiga sama rétt og þeir sem búa á einkaheimilum til einstaklingsbundinna hjálpartækja, svo sem göngutækis, sérútbúins rúms, borðáhalda og hjálpartækja til að klæðast.

Ef um er að ræða tæki sem geta nýst fleiri einstaklingum á sambýlinu, svo sem standbekk, lyftara og baðtæki, er aðeins veittur styrkur vegna eins slíks tækis á sambýlið.

Umsókn til Sjúkratrygginga Íslands þarf að vera gerð fyrir tilgreindan einstakling á sambýlinu þó aðrir geti samnýtt þau.

Ef einstaklingurinn flytur úr sambýlinu tekur hann tækin með sér og er þá unnt að sækja um fyrir annan aðila á sambýlinu sem þarf að nota slík tæki. Styrkir eru ekki veittir vegna veggfastra tækja og búnaðar, svo sem handfanga, handriða og lyfta.

Ekki er veittur styrkur til að kaupa (auka)hjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda ef viðkomandi býr annars staðar eða á heimavist skóla.

Hjálpartæki til notkunar í skólum

Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að veita styrki vegna tveggja hjálpartækja af sömu gerð til mikið fatlaðra barna og unglinga sem vegna skólagöngu (leikskóla og grunnskóla) eða dvalar á þjálfunar- og dagvistunarstofnunum yrðu ella að vera án hjálpartækja sinna daglangt.

Skal þá annað hjálpartækið vera til nota á heimili og hitt í skóla eða á stofnun. Hér er að jafnaði um að ræða sérhannaða stóla, standgrindur og göngugrindur.

Ekki er veittur styrkur til að kaupa (auka)hjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda ef viðkomandi býr annars staðar eða á heimavist skóla.

Hjálpartæki á heilbrigðisstofnunum, dvalar- og vistheimilum

Sjúkratryggingar íslands greiða ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem vistast á sjúkrastofnunum. Hið sama gildir um öldrunarstofnanir, vistheimili, heimili fyrir börn og aðrar sambærilegar stofnanir. Í þeim tilvikum skal viðkomandi sjúkrahús eða stofnun sjá vistmönnum fyrir öllum hjálpartækjum, .

Sjúkratryggingar Íslands greiða þó styrki til þeirra sem dveljast á sjúkrahúsi eða stofnun vegna hjólastóla með skilaskyldu að notkun lokinni.

Einstaklingur sem útskrifast af sjúkrahúsi og býr í heimahúsi á rétt á styrk frá Sjúkratryggingum Íslands vegna kaupa á hjálpartækjum sem beinlínis er aflað til að viðkomandi geti útskrifast.

Einstaklingum sem fara til vistunar á stofnunum ber að skila skilaskyldum hjálpartækjum til hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands að undanskildum hjólastólum og göngugrindum.

Hjólastólum og göngugrindum er skilað þegar einstaklingar þurfa ekki lengur á þeim að halda.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica