Quest 2.0

Lýsing á matstæki

Markmiðið með Quest 2.0 er að meta ánægju notenda með hjálpartæki sitt og tilheyrandi þjónustu og veita fagfólki sem vinnur með hjálpartæki matstæki til þess. Matstækið er spurningarlisti sem notandinn getur sjálfur svarað eða með aðstoð matsaðila (spyrjanda). Fyrir hvert hjálpartæki sem er metið þá tekur það um það bil 10-15 mínútur að fylla út Quest-spurningalistann.

Aðalmarkmiðin með matinu eru:

 • að mæla ánægju notanda gagnvart átta atriðum sem snýr að hans hjálpartæki og fjórum atriðum sem varðar tilheyrandi þjónustu við hjálpartækið,
 • að greina ástæður ánægju og óánægju notandans,
 • að skilgreina hvaða þrjú ánægjuatriði eru talin mikilvægust hjá notandanum með tilliti til þess hjálpartækis sem er verið að meta.

Quest-spurningalistinn inniheldur 12 spurningar (þar sem spurt er um ánægju) sem skipist í tvo hluta: hjálpartæki (átta atriði) og þjónusta (fjögur atriði). Spurningar sem snúa að hjálpartækinu eru: stærð, þyngd, stillingar, öryggi, ending, einfaldleiki í notkun, þægindi og gagnsemi. Hver spurning er metin með því að nota 5-stiga kvarða, þar sem 1 þýðir „alls ekki ánægð(ur)” og 5 þýðir „mjög ánægð(ur)”. Til að geta skilgreint ástæðu ánægju eða óánægju þá er lína fyrir athugasemd við hverja spurningu. Spurningar sem varðar tilheyrandi þjónustu við hjálpartækið er afhendingarþjónusta, viðgerðarþjónusta, fagleg þjónusta og eftirfylgd. Aftur er 5-stiga kvarðinn notaður til að svara spurningunum og lína er fyrir athugasemdir. Því næst er gátlisti með 12 atriðum sem snýr að spurningunum þar sem notandinn er beðinn að velja þrjú mikilvægustu atriðin. Síðasti hlutinn er eyðublað fyrir matsaðila til að reikna stigagjöf.

Meira en fjögurra ára rannsóknar- og þróunarvinna og prófanir matstækisins hafa staðfest áreiðanleika og réttmæti þess sem matstæki til að mæla ánægju notanda með hjálpartæki (Demers, Wessel, Weiss-Lambrou, Ska & De Witte,1999) og (Demers, Ska, Giroux & Weiss-Lambrou, 1999).

Kostir og notkunarmöguleika Quest 2.0:

 • Það er hægt að nota það í mismunandi tilgangi klínísk, við rannsóknar og markaðssetningu.
 • Það er hannað fyrir unglinga og fullorðið fólk á öllum aldri með ólíka færnisskerðingu.
 • Það er hægt nota það við mat á mismunandi hjálpartækjum.
 • Það er einfalt matstæki til að fá upplýsingar í þeim tilgangi að staðfesta raunverulegt gagn af hjálpartækjum og réttlæta gildi og áhrif þeirra.
 • Það er byggt á fræðilegu líkani um ánægju með hjálpartæki.
 • Það er hægt að endurtaka það til að mæla breytingar á ánægju á ákveðnu tímabili.
 • Það er hægt að nota það samhliða öðrum mælingum um heilbrigði og færni og við gerð fjárhagsáætlana í endurhæfingarþjónustu og hjálpartækjaþjónustu.
 • Það er hægt að nota það við alþjóðalegan samanburð um ánægju notenda með hjálpartæki.
 • Það veitir upplýsingar sem eru gagnlegar við þróun hjálpartækja til að koma betur til móts við þarfir notenda.
 • Það er auðvelt í notkun og það tekur einungis 10-15 mínútur að svara spurningunum.
 • Stjórnun matstækisins krefst ekki sérþekkingar né þjálfunar.
 • Það er hægt að koma til móts við þá sem ekki geta vegna hreyfihömlunar svarað spurningunum sjálfir.
 • Það er auðvelt að skilja matstækið.
 • Það er tilvalið matstæki til að kanna ánægju hjá stórum notendahóp.
 • Þeir sem hafa svarað Quest-spurningalistanum eru viljugir til að lýsa (ó)ánægju sinni og meta það tækifæri sem þeir fá til að tjá sig um reynslu sína og skoðun á hjálpartækum.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica