Name 1.0

Lýsing á matstæki

NAME er nýtt matstæki sem metur þau hjálpartæki sem bæta skerta göngugetu fólks og mælir hvort virkni og þátttaka fólks í daglegum athöfnum aukist með tilkomu hjálpartækisins.

Matstækið er þróað í samvinnu Norðurlandanna en orðið NAME er skammstöfun fyrir enska heitið ,,Nordic Assisted Mobility Evaluation".

NAME er byggt á flokkun frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun sameinuðu þjóðanna (WHO) á færni og færniskerðingu samkvæmt ICF (International Classification and Function) ásamt viðtölum við notendur, sérfræðinga á hjálpartækjasviði og rannsakendur. Matstækið hefur verið forprófað ítarlega.

Matstækið á að mæla hvort virkni og þátttaka í daglegu lífi aukist með tilkomu hjálpartækisins. Markhópurinn er einstaklingar 18 ára og eldri sem taldir eru hafa skilning og getu til að svara spurningunum í matstækinu.

Í kjölfar áreiðanleikaprófunar matstækisins, reyndist nauðsynlegt að gera fáeinar breytingar. Einnig komu fram ábendingar um að titill matstækisins endurspeglaði ekki nóg vel innihald þess. Matstækið hefur því hlotið nýtt nafn The Nordic mobility-related participation outcome evaluation of assistive device interventions eða NOMO 1.0. Endurbætt þýðing á íslensku er ekki tilbúin.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica