Afgreiðslutími hjálpartækja

Leitast er við að afgreiða umsóknir frá þeim sem eru að útskrifast af sjúkrahúsum innan þriggja virkra daga frá því að fullnægjandi umsókn berst.

Samkvæmt samningum Sjúkratrygginga Íslands við söluaðila er afgreiðslufrestur þeirra að hámarki þrjár vikur til að afgreiða tæknileg hjálpartæki en fimm vikur til að afgreiða stoðtæki. Það eru tæki eins og spelkur, gervilimir og bæklunarskór. Þegar um er að ræða sérsmíðaða skó fyrir einstakling í fyrsta skipti skal afhendingartími þó vera hámark átta vikur. Í sérstökum tilvikum getur hjálpartækjamiðstöð samþykkt lengri afhendingartíma að fenginni rökstuddri greinargerð frá söluaðila.

Í hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands er unnið samkvæmt þeirri meginreglu að allar umsóknir séu afgreiddar eins fljótt og auðið er.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica