Sótt um hjálpartæki

Hvernig er sótt um hjálpartæki?

Umsóknareyðublaðið „Umsókn um styrk til kaupa á hjálpartæki“ er fyllt út af umsækjanda og heilbrigðisstarfsmanni. Því er komið til Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.

Þegar um er að ræða fyrstu umsókn er umsögn heilbrigðisstarfsmanns nauðsynleg (ICD númer og sjúkrasaga skv. sjúkraskrá ). Í tilviki fyrstu umsóknar um meðferðarhjálpartæki (þ.m.t. stoðtæki í meðferðarskyni) og næringu skal umsögn læknis ætíð fylgja.

Lýsing á færni og rökstuðningur fyrir hjálpartæki þarf ávallt að fylgja umsókn.

Til hliðsjónar eru hafðir sérstakir gátlistar með umsóknum.

Þau hjálpartæki sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða fyrir má sjá í vörulistum hér á vefnum.

Fleira sem hafa þarf í huga þegar sótt er um hjálpartæki og eða næringarefni:

  • Heimild frá Sjúkratryggingum Íslands verður að liggja fyrir ef krafist er greiðsluþátttöku frá stofnuninni.
  • Í Réttindagátt sér einstaklingur sín réttindi (hjálpartæki/næringu) og getur nálgast þau á uppgefnum afgreiðslustað.
  • Í Gagnagátt sér seljandi réttindi einstaklinga eftir því sem við á.
  • Ekki þarf að framvísa samþykkt eða innkaupaheimild við afgreiðslu hjálpartækja/næringar.
  • Við innheimtu skal fylgja reikningi (frumrit af reikningi) kvittun móttakanda (fullt nafn)  eða kvittun frá pósthúsi / flutningafyrirtæki (vegna sendinga út á land).
  • Ef ekki er samræmi milli þeirra hjálpartækja sem sótt er um og þeirra læknisfræðilegu upplýsinga sem áður hafa borist Sjúkratryggingum Íslands með umsókn um hjálpartæki þarf nýtt læknisvottorð.
  • Eftir að hjálpartæki hefur verið samþykkt verður að sækja það án ástæðulausrar tafar.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica