Fræðsla

Starfsfólk hjálpartækjamiðstöðvar sinnir fræðslu og flytur fyrirlestra fyrir iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, heimahjúkrun og heilsugæslu.

Einnig fræðslu fyrir nema, starfsfólk stofnana, þá sem starfa við heimilishjálp, stuðningsfulltrúa, notendafélög og fleiri.

Má nefna almenna kynningu á starfsemi þjónustu- og afgreiðslusviðs, hjálpartækjum, fræðslu um hjólastóla og gönguhjálpartæki fyrir iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem starfa með öldruðum, setstöður barna, námskeið fyrir heimilishjálp um klæðnaðarhjálpartæki og eldhúshjálpartæki og fleira.

Kynningar- og fræðslufundir í samvinnu við seljendur hjálpartækja eru einnig liður í fræðslustarfssemi Sjúkratrygginga Íslands og lögð er rík áhersla á að kynna umsóknarferli hjálpartækja og fræðslu til notendafélaga um notkun þeirra, nýjar reglur og fleira.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica