Þjónusta í heimahúsum

Fæðing í heimahúsi

Sjúkratryggingar Íslands greiða kostnað vegna aðstoðar ljósmóður við fæðingu í heimahúsi.

Móðir sem fæðir í heimahúsi á rétt á dagpeningum í tíu daga frá því að fæðing hefst. Dagpeningar eru jafnháir sjúkradagpeningum. Sjá upphæð sjúkradagpeninga.

Ef móðir elur barn á sjúkrastofnun og fer heim innan 36 stunda frá fæðingu greiða Sjúkratryggingar fyrir kostnað vegna ljósmæðraeftirlits heima.

Ljósmóðir sendir reikning til Sjúkratrygginga Íslands. Þetta á aðeins við um ljósmæður sem eru með aðild að rammasamningi við velferðarráðuneyti.

Heimahjúkrun

Veittur er styrkur  vegna hjúkrunar í heimahúsum ef um er að ræða alvarlega og langvinna sjúkdóma eða slys.

Sjúklingur fær þá beiðni hjá lækni sínum en þarf svo að sækja um heimahjúkrun til Sjúkratrygginga Íslands

Sérhæfðir hjúkrunarfræðingar með samning við Sjúkratryggingar Íslands starfa á eftirfarandi sviðum:

  • Barnahjúkrun
  • Geðhjúkrun  
  • Líknandi hjúkrun  

Að öðru leyti er heimahjúkrun að mestu á vegum heilsugæslunnar.

Heimasjúkraþjálfun

Með heimameðferð er átt við nauðsynlega sjúkraþjálfunarmeðferð í heimahúsi fyrir sjúkratryggðan einstakling sem er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á sjúkraþjálfunarstofu.

Sjúkraþjálfari sækir fyrirfram um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við heimasjúkraþjálfun.

Sjúklingur greiðir sama gjald fyrir heimasjúkraþjálfun og vegna sjúkraþjálfunar á stofu.

Sjúkratryggingum Íslands er þó heimilt að fella niður gjald sjúklings í heimasjúkraþjálfun ef um er að ræða mjög alvarlegt sjúkdómsástand. Dæmi eru krabbamein, Parkinsonssjúkdómur á lokastigi eða mjög alvarleg fötlun sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 721/2009 um þjálfun.

 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica