Talþjálfun
Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ
Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ í talþjálfun er að fyrir liggi sjúkdómsgreining frá lækni og skrifleg þjálfunarbeiðni frá talmeinafræðingi sem starfar samkvæmt rammasamningi við SÍ
Áður en þjálfun hefst þarf að liggja fyrir beiðni læknis um talþjálfun. Þá beiðni skal afhenda talmeinafræðingi sem sér um að senda beiðnina til SÍ. Sé beiðni samþykkt fær hinn sjúkratryggði 15 skipti í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili. Talmeinafræðingur þarf að sækja sérstaklega um heimild til SÍ til meðferða umfram 15 skipti sé þess þörf.
Fyrirspurnir vegna talþjálfunar er hægt að senda á netfangið; thjalfun@sjukra.is . einnig er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.
Greiðsluþátttaka SÍ fer eftir gildandi reglugerð um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til sem gefin er út af velferðarráðuneyti.
Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir talþjálfun samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu. Hægt er að lesa frekar um það hér: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/
Greining og ráðgjöf
SÍ taka þátt í einni greiningu á hverju 12 mánaða tímabili og ráðgjöf í tvö skipti skv. nánari skilyrðum í rammasamningi við talmeinafræðinga
Aðkoma sveitarfélaga að talþjálfun
Samkomulag var gert milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2014 um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams.
Upplýsingar um starfandi talmeinafræðinga má finna á heimasíðu talmeinafræðinga www.talmein.is
Meðferð talmeinafræðinga sem eru án samnings
SÍ veita ekki styrki til talþjálfunar hjá talmeinafræðingum sem starfa án samnings við SÍ.
- Næsta skref Beiðni um talþjálfun. Eyðublað
- Næsta skref Beiðni um viðbótar eða langtímameðferð í talþjálfun
- Næsta skref Framlenging á rammasamning frá 1. nóvember 2020
- Næsta skref Rammasamningur við talmeinafræðinga frá 3. nóvember 2017
- Næsta skref Framlenging á rammasamningi