Sjúkraþjálfun

Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 15 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti.  Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands  og göngudeilda heilbrigðisstofnana vegna þjálfunar fer eftir gildandi reglugerð sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti. Sjá gjaldskrá á eftirfarandi slóð: https://www.sjukra.is/um-okkur/fjarhaedir-og-gjaldskrar/

Fyrirspurnir vegna sjúkraþjálfunar er hægt að senda á netfangið;  [email protected]  einnig  er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.

Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir sjúkraþjálfun samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu.  Hægt er að lesa frekar um það hér:  https://island.is/greidsluthatttaka-vegna-heilbrigdisthjonustu

Sjúkraþjálfarar sem starfa utan samnings:

Sjúkraþjálfarar sem starfa á einkareknum stofum sögðu sig af samningi við stofnunina í febrúar 2020. Þar sem ekki eru samningar á milli aðila er greiðsluþáttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna þeirra þjónustu samkvæmt reglugerð nr. 1364/2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem starfa utan samnings – sjá https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/1364-2019 með seinni tíma breytingum nr. 1453/2020 sjá https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/22296 .

Vakin er athygli á því að greiðsluþátttaka SÍ er samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=82889117-56e8-400e-8267-419c0f7e28af

Ef sjúkraþjálfari krefur sjúkling um aukagjald umfram það sem segir í gjaldskrá þá ganga þau gjöld ekki upp í greiðsluþáttökukerfið. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica