Sjúkraþjálfun

  • Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 15 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti.  Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands  og göngudeilda heilbrigðisstofnana vegna þjálfunar fer eftir gildandi reglugerð sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti. Sjá gjaldskrá hér til hliðar.

Fyrirspurnir vegna sjúkraþjálfunar er hægt að senda á netfangið;  thjalfun@sjukra.is  einnig  er hægt að hafa samband í síma 515 0000 eða 515 0004.

Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir sjúkraþjálfun samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu.  Hægt er að lesa frekar um það hér: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/

Sjúkraþjálfun barna í grunnskólum

Í rammasamningi Sjúkratrygginga Ísland og sjúkraþjálfara sem starfa samkvæmt samningnum er fjallað um sjúkraþjálfun innan veggja grunnskólanna.  Sjúkraþjálfari þarf að leita samþykkis SÍ fyrirfram. Um er að ræða þjálfun barna sem nota gönguhjálpartæki eða hjólastóla til að komast á milli staða og þurfa á þjálfun oftar en einu sinni í viku. Sjúkraþjálfari getur þá farið í grunnskólann og sinnt þjálfun barnsins þar einu sinni í viku í stað þess að barnið mæti á sjúkraþjálfunarstofu í það skiptið

Nánari upplýsingar um skilyrði til að fá þjálfun umfram 15 meðferðir má nálgast í Tilvísun í vinnureglur SÍ vegna sjúkraþjálfunar hér að neðan.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica