Lífeyrisþegar og aldraðir
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í almennum tannlæknakostnaði lífeyrisþega og aldraðra.
Fyrir almennar tannlækningar aldraða og öryrkja greiða SÍ helming kostnaðar.
Athygli er vakin á því að sérreglur gilda um t.d. krónur, brýr og tannplanta.
Vegna aldraðra og öryrkja sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum greiða SÍ almennar tannlækningar að fullu.
Hið sama gildir fyrir andlega þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri, þó með þeim fyrirvara að áður en til greiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana.
Nánari skýringar má finna undir hlekknum Spurt og svarað hér fyrir neðan.
Frekari upplýsingar má finna í spurt og svarað
Gjaldskrá samnings frá 1. sept. 2018 um tannlækningar aldraðra og öryrkja.
- Næsta skref Senda Sjúkratryggingum Íslands upplýsingar um bankareikning (Skráð í Réttindagátt - mínar síður í flokknum"Mínar stillingar")
- Tengt efni Hafa samband
- Tengt efni Listi yfir umboð