Tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí 2013 og gildir til 31. janúar 2020.  

Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald.

Börn, 17 ára og yngri, greiða 2.500 kr. árlegt komugjald þegar þau þurfa að leita til tannlæknis. Þá greiða Sjúkratryggingar Íslands ekki aðstöðugjald vegna tannviðgerða barna í svæfingu.

Nauðsynlegt að skrá heimilistannlækni

Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis í Réttindagátt - mínar síður  eða hjá tannlækni. Foreldri/forráðamaður skráir sig inn í gáttina á eigin kennitölu en aðgangur að Réttindagáttinni er tryggður með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Í gáttinni undir "Tannlækningar" birtast börn viðkomandi samkvæmt skráningu í þjóðskrá. Af lista er hægt að velja heimilistannlækni sem sinnir tannlækningum.  Þá geta tannlæknar sjálfir einnig séð um skráninguna að ósk foreldra/forráðamanna.

Hlutverk heimilistannlæknis er m.a. að boða börn í reglulegt eftirlit eftir þörfum hvers og eins en eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Hann sér jafnframt um forvarnir og nauðsynlegar tannlækningar þeirra.

Markmið samnings

Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Þá standa vonir til að samningurinn leiði til þess að tannheilsa barna á Íslandi verði eins og best gerist á Norðurlöndum.

Mikilvægt að panta tíma fyrir 18 ára afmælisdag

Athygli er vakin á því að réttur til þjónustu samkvæmt samningnum fellur niður við 18 ára aldur (afmælisdag einstaklingsins).  Því er mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem hafa hug á að nýta sér þjónustuna fyrir 18 ára afmælisdag að bóka tíma sem fyrst hjá tannlækni.

Rafræn samskipti

Samhliða samningi um tannlækningar barna var undirritaður samningur sem felur í sér rafræn samskipti með reikningsupplýsingar milli SÍ og tannlækna vegna þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga. Samningurinn einfaldar reikningsskil á milli SÍ og tannlækna og gera öll samskipti skilvirkari.

Tannlæknar á rammasamningi

 

Reglugerð nr. 451/2013 með síðari breytingum (vinnuskjal SÍ)

 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica