Alvarlegar afleiðingar meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við nauðsynlega tannlæknismeðferð vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. 


Sjúkratryggingar Íslands greiða 95% kostnaðar ef um er að ræða ræða tiltekin alvarleg tilvik sem tilgreind eru í reglugerð. Sem dæmi má nefna skarð í efri tannboga eða klofinn góm, heilkenni (Craniofacial Syndromes/Deformities) sem getur valdið alvarlegri tannskekkju, meðfædda vöntun fjögurra eða fleiri fullorðinstanna framan við 12 ára jaxla eða alvarlegt misræmi í vexti beina í höfuðkúpu og kjálka þar sem meðferð krefst kjálkafærsluaðgerðar.

Í öðrum alvarlegum tilvikum greiða Sjúkratryggingar Íslands 80% af kostnaði skv. umsaminni gjaldskrá. 

Tanntjón af völdum slysa fæst aðeins bætt af Sjúkratryggingum Íslands ef tjónið fæst ekki greitt af þriðja aðila, svo sem vátryggingafélagi. Um tanntjón í vinnuslysum gilda reglur slysatrygginga.

Sækja þarf um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga Íslands áður en meðferð fer fram. Tannlæknir útbýr eyðublaðið "Umsókn um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannréttinga - alvarleg tilvik" fyrir umsækjendur með klofinn góm og sambærileg tilvik en eyðublaðið „Umsókn um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga“ fyrir önnur alvarleg tilvik. Tannlæknir og sjúklingur/forráðamaður undirrita eyðublaðið og senda til SÍ.

Reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar Nr. 451/2013


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica