Alvarlegar afleiðingar fæðingargalla, sjúkdóma og slysa

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við nauðsynlega tannlæknismeðferð vegna alvarlegra fæðingargalla svo sem meðfæddrar tannvöntunar, sjúkdóma eða slysa.

Endurnýjun slíkra tannaðgerða er einnig endurgreidd þegar endurnýjun er óhjákvæmileg vegna takmarkaðs endingartíma efna eða aðferða.

Ef einstaklingur er með klofinn góm, meðfædda vöntun margra fullorðinstanna eða sambærilega alvarlegan vanda

Kafli IV í reglugerð nr. 451/2013

Í þessum tilvikum greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar. 

Önnur alvarlega tilvik

Kafli III í reglugerð nr. 451/2013

Endurgreiðslan er 80% miðað við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Tannlæknar ákveða sjálfir verð á meðferð á sinni stofu.  Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands greiðir einstaklingur mismuninn þar á milli.

Tanntjón af völdum slysa fæst aðeins bætt af Sjúkratryggingum Íslands ef tjónið fæst ekki greitt af þriðja aðila, svo sem vátryggingafélagi. Um tanntjón í vinnuslysum gilda reglur slysatrygginga.

Sækja þarf um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands áður en meðferð, fer fram. Tannlæknir útbýr eyðublaðið "Umsókn um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannréttinga - alvarleg tilvik" fyrir umsækjendur með klofinn góm og sambærileg tilvik en eyðublaðið „Umsókn um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga“ eða fyrir önnur alvarleg tilvik. Tannlæknir og sjúklingur/forráðamaður skrifa svo undir og senda til SÍ.

Reglugerð nr. 451/2013 með síðari breytingum (vinnuskjal SÍ).

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica