Sálfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna
Ekki er greiðsluþátttaka vegna sálfræðimeðferðar fyrir fullorðna heldur eingöngu vegna barna sem eru með tilvísun frá ákveðnum tilvísunarteymum og njóta þjónustu frá sálfræðingum sem starfa á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sálfræðinga – sjá neðar á síðunni.
Lög um greiðsluþátttöku SÍ um sálfræðimeðferð fyrir fullorðna tóku gildi 1. janúar 2021 (https://www.althingi.is/altext/149/s/0842.html ). Í lögunum kemur fram að setja þurfi reglugerð til að ákveða nánar um framkvæmd laganna. Sú reglugerð liggur ekki fyrir og því hafa SÍ ekki heimild til að taka þátt í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu hjá fullorðnum. Hins vegar hefur þjónusta sálfræðinga hjá heilsugæslunni nýlega verið efld. Til þess að komast að hjá sálfræðingum sem starfa á þeirra vegum þarf að hafa samband við heimilislækni.
Sálfræðiþjónusta barna
Til að fá niðurgreiðslu vegna kostnaðar verður að liggja fyrir tilvísun þverfaglegs greiningarteymis til sálfræðings. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Sálfræðingafélags Íslands.
Greiningarteymi sem gert hafa samkomulag við velferðarráðuneytið um tilvísanir:
- Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL)
- Þroska og hegðunarstöð
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands
- Greiningar-/ráðgjafastöðvar ríkisins (GR)
- Barnaspítali Hringsins
- Þverfaglegt teymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAK)
- Barnageðlæknar
Fjöldi meðferðatíma í tilvísun getur verið að hámarki tíu tímar og gildir tilvísunin í sex mánuði frá útgáfudegi. Hafi tilvísun ekki verið gefin út eða er eldri en sex mánaða taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í kostnaði við þjónustuna.
Í hnotskurn
- Greiningarteymi gefur út tilvísun sem er að hámarki tíu tímar og gildir í 6 mánuði frá útgáfudegi.
Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir sálfræðiþjónustu við börn samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu ef tilvísun er fyrir hendi til sálfræðings sem starfar samkvæmt rammasamningi milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga.. Sjá frekari upplýsingar hér:
http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/
Þeir sálfræðingar sem óska eftir að gerast aðilar að rammasamningi sálfræðinga og SÍ geta fyllt út umsóknareyðublað og sent viðeigandi gögn til SÍ. Umsóknina má finna undir samningum um heilbrigðisþjónustu
Þeir sálfræðingar sem starfa samkvæmt samningi eru:
- Anna María Valdimarsdóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Berglind Brynjólfsdóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Brynjar Emilsson, Síðumúla 33, 108 Reykjavík
- Drífa Jenný Helgadóttir
Heilsuborg, Bídlshöfða 9, 110 Reykjavík - Elísa Guðnadóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Eyrún Kristína Gunnarsdóttir
Metís-sálfræðiþjónusta, Mýrarvegi Kaupangi, 600 Akureyri - Gunnar Páll Leifsson
Sálfræðingarnir, Engjateigi 9, 105 Reykjavík - Haukur Haraldsson
Sálfræðihúsið, Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður - Hrund Þrándardóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Íris Stefánsdóttir
EMDR stofan - áfalla og sálfræðimeðferð. Vallakór 4, 203 Kópavogi - Jón Sigurður Karlsson
Skúlatún 6, 105 Reykjavík - Linda Björk Oddsdóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Magnús F. Ólafsson
Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík - Margrét Birna Þórarinsdóttir
Sálstofan, Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Sigríður Karen J. Bárudóttir
Sálfræðisetrið ehf, Vallarkór 4, 203 Kópavogi - Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Metis - sálfræðiþjónusta, Kaupangi v/ Mýrarveg, 600 Akureyri - Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir
Sálarró, Skeifan 19, 108 Reykjavík