Spurt og svarað

ES kort

Hvernig sæki ég um ES kortið ?

Hægt er að sækja um evrópskt sjúkratryggingakort inná Réttindagátt – mínar síður. Kortið er svo sent á lögheimili umsækjanda. Nánari upplýsingar er hægt að fá í netfanginu  [email protected]  eða í síma 515-0002.

Hvað geri ég ef ES kortið hefur ekki borist á lögheimili fyrir brottför?

Hægt er að sækja um bráðabirgðavottorð í gegnum réttindagáttina ef ES kortið berst ekki áður en haldið er til útlanda. Þá myndast strax skjal undir flipanum Skjöl - bréf í réttindagátt einstaklings.

Hvað gildir ES kortið í langan tíma?

Almennt gildir kortið í 3 ár en 5 ár fyrir lífeyrisþega og öryrkja.

Hvað gerist ef ég glata kortinu innan þess tíma, get ég þá fengið nýtt?

Áríðandi er að halda vel utan um ES-kortið því ef það glatast þá er ekki hægt að panta nýtt fyrr en 6 mánuðir eru eftir af gildistíma kortsins. Ávallt er þó hægt að prenta út bráðabirgðakort í réttindagátt og gildir það í 3 mánuði í senn.

Hvernig virkar ES kortið?

Handhafar kortsins borga sama verð fyrir heilbrigðisþjónustu og sjúkratryggðir heimamenn. Tilgangur evrópska sjúkratryggingakortsins er að tryggja sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu og heimamanna samkvæmt þeim reglum sem gilda fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hjá opinberum aðilum í því EES landi sem þeir ferðast í.

Hvernig er ég tryggður með ES kortinu?

Kortið tryggir aðeins læknis- og lyfjaþjónustu hjá þeim sem starfa innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis, það er, ríkisrekna heilbrigðisþjónustu í landinu sem viðkomandi ferðast til. Einstaklingur með ES kort á ekki að greiða meira fyrir læknis- eða lyfjaþjónustu heldur en þeir sem eru tryggðir í almannatryggingakerfi viðkomandi lands. Kortið gildir ekki ef einstaklingar fara erlendis til þess að leita sér læknisþjónustu, fyrirfram ákveðin meðferð.

Getur erlendur ríkisborgari sem er sjúkratryggður á Íslandi fengið ES kort?

Ríkisborgari innan EES svæðisins sem er sjúkratryggður á Íslandi getur fengið ES kortið. Ríkisborgari utan EES sem er sjúkratryggður á Íslandi getur ekki fengið kort og þarf því alltaf tryggingaryfirlýsingu sem hægt er að sækja um og prenta út á mínum síðum í réttindagátt.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica