Milliríkjasamningar
Samið er við önnur ríki og erlendar tryggingastofnanir um gagnkvæman rétt til þeirra hlunninda er almannatryggingar veita.
Ísland hefur gert milliríkjasamninga um almannatryggingar við mörg erlend ríki og tryggingastofnanir. Í þeim er meðal annars kveðið á um greiðslur bóta til einstaklinga er búa erlendis, fjallað um hvernig taka eigi tillit til búsetu,- atvinnu-, eða tryggingatíma sem áunnist hafa í öðrum samningsríkjum, jafnræði ríkisborgara samningsríkjanna og fleira.
Lönd Evrópusambandsins og lönd EFTA mynda Evrópska efnahagssvæðið (EES) og milli þessar landa gilda almannatryggingareglur EES samningsins.
Á milli Íslands, Noregs, Lichtenstein og Sviss er í gildi Vaduz-samningur sem hefur þau áhrif að nánast sömu reglur gilda gagnvart Sviss.
Samningarnir geta verið misjafnir að efni.
- Hafa samband við alþjóðamál international@sjukra.is eða í síma 515-0002
- Réttindagátt - mínar síður