Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands

Í mars 2016 voru samþykktar breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem fela í sér innleiðingu tilskipunarinnar á Íslandi frá og með 1. júní 2016. Sett hefur verið reglugerð nr. 484/2016 um nánari framkvæmd tilskipunarinnar.

Með gildistöku á sjúkratryggður rétt á heilbrigðisþjónustu þar sem hann kýs sjálfur innan EES svæðisins, með ákveðnum skilyrðum samkvæmt lögunum. Þá munu sjúkratryggingar greiða sömu upphæð og þjónustan kostar í því landi þar sem einstaklingurinn er sjúkratryggður („tryggingalandi“). Ekki verður greitt fyrir ferða- og uppihaldskostnað.

Frekari fyrirspurnum er svarað á netfanginu: international@sjukra.is

Sjúkratryggingar Íslands hafa endurgreitt neðangreint á grunvelli landamæratilskipunnar.

 Mál sem hafa verið afgreidd á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 484/2016 sem fjallar um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna tímabundnar dvalar og þjónusta veitt utan opinbers heilbrigðiskerfis.

Almennt - Heilbrigðisþjónusta erlendis sem unnt er að veita hér á landi samanber 2. gr. reglugerðar nr. 484/2016. 

Nú velur sjúkratryggður að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki EES-samningsins og endurgreiða þá Sjúkratryggingar Íslands kostnað af þjónustunni eins og um heilbrigðisþjónustu innanlands væri að ræða enda sé þjónustan samsvarandi þeirri þjónustu sem sjúkratryggingar taka til hér á landi."

Listi yfir samþykkt mál 2016 og 2017

Listi yfir samþykkt mál 2018  uppfært 1.11.2018

9. gr. reglugerðar nr. 484/2016 - Fyrirfram samþykki

Áður en sjúkratryggður ákveður að sækja heilbrigðisþjónustu til annars aðildarríkis EES-samn­ings­ins skv. 2. gr., skal hann í eftirtöldum tilvikum sækja um fyrirfram samþykki fyrir endur­greiðslu eða þátttöku í kostnaði frá Sjúkratryggingum Íslands:

  1. Þegar meðferð krefst innlagnar á sjúkrahús í a.m.k. eina nótt eða óslitinnar meðferðar í meira en sólarhring.
  2. Þegar meðferð felur í sér sérstaka áhættu fyrir sjúkling eða almenning.
  3. Þegar tilefni er til að efast um gæði þjónustunnar sem sótt er.

Þegar sjúkratryggður, sem er með sjaldgæfan sjúkdóm eða er talinn vera með sjaldgæfan sjúk­dóm, sækir um fyrirfram samþykki geta Sjúkratryggingar Íslands látið fara fram mat sér­fræð­inga á því sviði.

Sjúkratryggingar Íslands skulu afgreiða umsóknir um fyrirfram samþykki eins fljótt og unnt er. Líta skal til heilsufars sjúklings við afgreiðslu umsókna og hve áríðandi skjót afgreiðsla er fyrir heilsu sjúklings. 

Listi yfir samþykkt mál 2016 og 2017 
Listi yfir samþykkt mál 2018  uppfært 1.11.2018

12. gr. reglugerðar nr. 484/2016 - nauðsynleg læknisþjónusta vegna tímabundinnar dvalar erlendis.

 „Nú er sjúkratryggðum nauðsyn að leita sér heilbrigðisþjónustu þar sem hann er tímabundið staddur erlendis í aðildarríki EES-samningsins og skulu Sjúkratryggingar Íslands þá endurgreiða kostnað af því í samræmi við ákvæði 2. gr. í þeim tilvikum þegar þjónustan er veitt af einkarekinni stofnun eða aðila sem starfar utan opinbers heilbrigðiskerfis á viðkomandi stað.“

Listi yfir samþykkt mál
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica