Kæruheimild
Beiðni um rökstuðning og kæruleið
Rökstuðningur frá Alþjóðadeild
Hægt er að óska eftir rökstuðningi vegna afgreiðslu mála hjá Alþjóðadeild innan 14 daga frá dagssetningu afgreiðslubréfs. Beiðni um rökstuðning skal sendast á international@sjukra.is
Kæruleið til Úrskurðanefndar velferðamála
Ef einstaklingur er ósáttur við ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, varðandi grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta, er honum heimilt að kæra hana til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagssetningu ákvörðunar.
Heimilisfang nefndarinnar er að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Hægt er að kæra rafrænt á heimasíðu úrskurðanefndarinnar, www.urvel.is
Í þjónustuveri Sjúkratrygginga Íslands að Vínlandsleið 16 og hjá umboðsmönnum um land allt liggja frammi eyðublöð til að kæra. Starfsmenn eru reiðubúnir að aðstoða við útfyllingu þeirra. Eyðublaðið má einnig finna hér: https://www.velferdarraduneyti.is/afgreidsla/eydublod/nr/35440
- Hafa samband við Alþjóðadeild international@sjukra.is eða í síma 515-0002
- Réttindagátt - mínar síður