Hverjir eru sjúkratryggðir?

EES ríkisborgarar sem flytja hingað til lands frá EES landi og Sviss eiga rétt á því að vera sjúkratryggðir á Íslandi frá og með þeim degi sem lögheimilisskráningu er lokið hjá Þjóðskrá, svo framarlega sem þeir hafa verið skráðir í almannatryggingakerfi í fyrra búsetulandi (fyrra tryggingalandi). Þetta þýðir með öðrum orðum að tryggingaréttindi almannatryggingakerfa flytjast með einstaklingum milli EES landa og Sviss.

Athugið að það þarf að skila inn umsókn um skráningu í tryggingaskrá þegar flutt er til Íslands frá öðru EES landi og Sviss til að viðkomandi geti orðið sjúkratryggður frá lögheimilisskráningu í Þjóðskrá.

Einstaklingar sem flytja hingað til lands frá löndum utan EES verða sjálfkrafa sjúkratryggðir á Íslandi sex mánuðum eftir að lögheimilisskráningu er lokið hjá Þjóðskrá. 

Börn yngri en 18 ára eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn. Athugið að miðað er við skráningu í Þjóðskrá.

Þegar lögheimili samkvæmt Þjóðskrá er flutt frá Íslandi fellur sjúkratrygging einstaklings niður. Undantekning á því er þegar einstaklingur fær S1 vottorð útgefið.

Einstaklingar sem eru að flytja aftur til Íslands frá Norðurlöndunum innan 12 mánaða verða sjálfkrafa sjúkratryggðir eftir lögheimilisskráningu í Þjóðskrá.

Námsmenn sem flytja til baka frá Norðurlöndunum innan við sex mánuðum frá námslokum geta komið með staðfestingu á námi fyrir tímabilið ásamt umsókn um skráningu í tryggingaskrá til að verða tryggðir frá og með þeim degi þegar lögheimili er skráð.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica