Nám utan EES landa og Sviss
Tryggingaryfirlýsingar námsmanna eru í raun viljayfirlýsingar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í þeim sjúkrakostnaði sem námsmaður kann að verða fyrir á meðan á námi erlendis stendur. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði eins og um innlendan kostnað væri að ræða en að auki greiða Sjúkratryggingar ákveðna prósentur af umframkostnaði.
Tryggingaryfirlýsingar námsmanna geta eftir atvikum lækkað þann hluta skólagjalda sem annars færi í að sjúkratryggja viðkomandi nemenda. Einstaklingar sjálfir þurfa að kanna hvort að tryggingaryfirlýsing Sjúkratrygginga Íslands sé fullnægjandi eða ekki.
Sótt er um tryggingaryfirlýsingu fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra inná Réttindagátt - mínar síður. Skila þarf inn námsstaðfestingu í umsóknarferlinu. Vakin er athygli á því að það er ekki nægileg staðfesting að sýna fram á að námsmaður hafi verið samþykktur til þess að hefja ákveðið nám heldur þarf að koma fram hvenær áætlað er að námsmaður hefji nám og hvenær því lýkur.
Nám í Bandaríkjunum
Námsmenn í Bandaríkjunum eru hvattir til að hafa samband við tengilið Sjúkratrygginga Íslands í Bandaríkjunum, GMMI Global. Global á að auðvelda sjúkratryggðum einstaklingum frá Íslandi aðgengi að ýmsum sjúkrastofnunum í Bandaríkjunum. Hægt er að hafa samband við GMMI Global í gegnum tollfrjálst númer 1-800-682-6065 eða á netfangið customerservice@gmmi.com. Þegar tryggingayfirlýsing er gefin út til námsmanna í Bandaríkjunum fylgir bréf með með öllum upplýsingum varðandi GMMI Global.
- Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008
- Reglugerð um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá nr.463/1999
- Sækja um Tryggingaryfirlýsingu í réttindagátt
- Fylgibréf með Tryggingayfirlýsingum námsmanna í Bandaríkjunum
- Tengiliður SÍ í Bandaríkjunum - GMMI
- Umsókn um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði
- Listi yfir EES löndin
- Hafa samband við Alþjóðadeild international@sjukra.is eða í síma 515-0002
- Réttindagátt - mínar síður