Nám í EES löndum og Sviss

Námsmenn erlendis, utan Norðurlandanna, eiga að geta haldið lögheimili sínu hér á landi meðan á námi stendur og haldið rétti sínum til almannatrygginga. Námsmenn þurfa þó að kynna sér vel reglur þess lands sem farið er til. Námsmenn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á læknishjálp þar ef þörf krefur hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi viðkomandi lands í samræmi við EES reglurnar um almannatryggingar.

Til að tryggja sér rétt til aðstoðar ef þörf krefur hjá heilbrigðiskerfi hins opinbera í EES landi þarf að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu .

Ef upp koma vandamál hjá námsmönnum í EES löndum varðandi evrópska sjúkratryggingakortið í heilbrigðiskerfi námslands er unnt að senda fyrirspurn á [email protected] . Ef námsmaður erlendis og/eða aðstandendur hans  hafa þurft að greiða að fullu sjúkrakostnað erlendis þá geta þeir átt rétt á endurgreiðslu að hluta frá Sjúkratryggingum Íslands. Nauðsynlegt er að senda inn umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar (Sjá hægra megin á síðunni) ásamt frumriti reiknings og staðfestingu á því að hann hafi verið greiddur og staðfestingu á námi.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica