Námsmenn erlendis

Námsmaður sem á lögheimili hér á landi og dvelst erlendis við nám er áfram tryggður meðan á námi stendur ef hann er ekki tryggður í almannatryggingum námslandsins. Það sama gildir um maka námsmanns og börn.

Með námsmanni er átt við einstakling, annan en launþega eða sjálfstætt starfandi einstakling , sem er við nám eða starfsþjálfun sem lýkur með útgáfu vottorðs um menntun sem viðurkennt er af yfirvöldum.

Taki námsmaður upp fasta búsetu eða launavinnu í námslandinu ber honum að tilkynna slíkt til Þjóðskrár og fellur hann þá ekki lengur undir íslenska tryggingavernd.

Frekari fyrirspurnum er svarað á netfanginu: international@sjukra.is

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica