Flutningur milli landa

Reglur varðandi sjúkratryggingar eru mismunandi milli landa. Í sumum löndum eru tryggingar háðar búsetu en öðrum atvinnutengdar. Á Íslandi eru tryggingar háðar búsetu, almennt er það lögheimilisskráning í Þjóðskrá.

Ísland er með samninga um sjúkratryggingar við lönd innan EES og Sviss.

Þegar lögheimili hefur verið skráð úr landi hjá Þjóðskrá Íslands þá fellur sjúkratrygging á Íslandi niður strax. Til að hægt sé að gefa út E-104 (S041) vottorð eftir flutning til annars EES lands verður að vera búið að flytja lögheimili frá Íslandi hjá Þjóðskrá. Landið sem flutt er til óskar eftir þessu vottorði frá Sjúkratryggingum Íslands eftir að búið er að skrá sig til viðkomandi lands.

Einstaklingar sem flytja á milli landa bera ábyrgð á því að skráning þeirra sé rétt hjá viðkomandi yfirvöldum/löndum.

Alþjóðamál Sjúkratrygginga Íslands mæla alltaf með því að einstaklingar skoði vel öll réttindi áður en flutt er. 

Sérreglur varðandi flutning til Íslands

Einstaklingar sem eru að flytja aftur til Íslands frá Norðurlöndunum innan 12 mánaða verða sjálfkrafa sjúkratryggðir við lögheimilisskráningu í Þjóðskrá, ekki þörf á að skila inn umsókn um sjúkratryggingu.

Námsmenn sem flytja aftur til Íslands innan sex mánaða frá námslokum geta skilað inn staðfestingu á námi ásamt umsókn um sjúkratryggingu til að verða tryggðir frá og með þeim degi þegar lögheimili er skráð, sjá umsókn til hægri.

Gagnlegar upplýsingar um flutninga milli Norðurlanda má finna á vefsíðunni Info Norden


 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica