Ferðamenn utan EES landa

Ferðast til landa utan EES

Ferðamaður í landi utan EES getur sótt um að fá hluta sjúkrakostnaðar síns endurgreiddan hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar heim kemur. Skila þarf inn umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar ásamt reikningum og kvittun fyrir greiðslu þeirra. Athugið að Sjúkratryggingar Íslands geta óskað eftir að einstaklingar láta þýða gögn sem ekki eru á ensku.

Athugið að sjúkrakostnaður getur verið innifalinn í þeim tryggingum sem greiðslukortafyrirtæki bjóða þegar farseðlar eru greiddir með greiðslukortum.

Tryggingaryfirlýsing

Sjúkratryggingar Íslands gefa út sérstaka tryggingaryfirlýsingu til einstaklinga sem tryggðir eru hér á landi en hyggjast dvelja um styttri tíma erlendis í löndum sem eru utan EES svæðisins. Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður í almannatryggingum á Íslandi og hvað slík trygging felur í sér.

Athugið að þegar viðkomandi framvísar tryggingayfirlýsingu erlendis þarf hann að greiða fullt verð fyrir þjónustuna og svo skila inn umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar ásamt reikningum og kvittun fyrir greiðslu þeirra til að fá endurgreiðslu.

Ef reikningar eru mjög háir er einstaklingum bent á að hafa samband við Alþjóðadeild SÍ á netfangið international@sjukra.is eða í síma 515-0002

Einstaklingar sem hafa ríkisfang utan EES landa og eru sjúkratryggðir á Íslandi
Ekki er gefið út evrópskt sjúkratryggingakort til einstaklinga með ríkisfang utan EES landa þó svo einstaklingur sé sjúkratryggður á Íslandi. Þeir fá útgefna svokallaða tryggingayfirlýsingu þegar þeir ferðast sem staðfestir að viðkomandi sé sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Hægt er að sækja um Tryggingayfirlýsingu inná Réttindagáttinni.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica