Ferðamenn erlendis

Í EES landi og Sviss

Ferðamaður í öðru EES landi nýtur ákveðinna réttinda til læknishjálpar innan hins opinbera heilbrigðiskerfis í viðkomandi landi. Einungis er átt við nauðsynlega þjónustu miðað við tímalengd dvalar.

Sjúkratryggingar Íslands hvetja alla til að sækja um evrópska sjúkratryggingakortið til að tryggja það að þurfa að greiða rétt verð strax fyrir læknisþjónustuna, eingöngu sjúklingshluta og þarf þá ekki að sækja um endurgreiðslu til okkar.

Ef ES korti er ekki framvísað við þjónustuaðila innan hins opinbera sjúkratryggingakerfið er hægt að sækja um að fá hluta sjúkrakostnaðar síns endurgreiddan hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar heim kemur. 

Skila þarf inn eftifarandi:

 • umsókn um endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar (sjá hér til hægri) 
 • frumriti reikninga frá viðkomandi þjónustuveitanda (sundurliðaðan)
 • greiðslustaðfestingu 
 • flugmiðum báðar leiðir sem staðfesta að um tímabundna dvöl sé að ræða (ekki þörf hjá námsmönnum en sjá punkt hér að neðan)
 • námsmenn skila einnig inn námsstaðfestingu sem þarf að endurnýja árlega

Athugið að Sjúkratryggingar Íslands geta óskað eftir að einstaklingar láta þýða gögn sem ekki eru á ensku og sá kostnaður er ekki endurgreiddur af Sjúkratryggingum Íslands, bendum einstaklingum á að biðja alltaf um öll gögn á ensku.

Nauðsynleg læknisþjónusta hjá einkareknum heilbrigðisveitanda
Þegar nauðsynleg læknisþjónusta er veitt af heilbrigðisveitanda í einkaeigu greiða einstaklingar alltaf fullt verð sjálfir en geta svo sótt um endurgreiðslu á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 484/2016. Sjá nánar undir heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands. Athugið að hér er skilyrði að um tímabundna dvöl sé að ræða og því þurfa sömu gögn og hér að ofan að fylgja með þessum umsóknum. 

Einstaklingar sem hafa ríkisfang utan EES landa og eru sjúkratryggðir á Íslandi
Ekki er gefið út evrópskt sjúkratryggingakort til einstaklinga með ríkisfang utan EES landa þó svo einstaklingur sé sjúkratryggður á Íslandi. Þeir fá útgefna svokallaða tryggingayfirlýsingu þegar þeir ferðast sem staðfestir að viðkomandi sé sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu á Íslandi. Hægt er að sækja um Tryggingayfirlýsingu inná Réttindagáttinni, sjá hér til hægri.

Einstaklingar greiða fullt verð fyrir þjónustu og geta sótt um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga, sjá umsókn hér til hægri og einnig þurfa sömu gögn sem að fylgja eins og kemur fram hér að ofan.

Almennt sjá Sjúkratryggingar eingöngu um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði sem þýðir að það verður að vera búið að greiða alla reikninga en ef reikningar eru mjög háir er einstaklingum bent á að hafa samband við alþjóðamál SÍ á netfangið [email protected]

Hvernig er hægt að senda til okkar umsóknir og nauðsynleg gögn?

 • Senda umsóknir ásamt gögn með öruggum gagnaskilum í gegnum Réttindagátt-mínar síður eða Gagnagátt meðferðarlæknis. 
 • Koma með umsókn og gögn í Þjónustuver okkar að Vínlandsleið 16 alla virka daga milli kl 10-15. Hægt að fá þar aðstoð við útfyllingar á umsóknum.
 • Senda umsókn og gögn með Póstinum með utanáskrift:
  Sjúkratryggingar Íslands,
  alþjóðamál
  Vínlandsleið 16
  150 Reykjavík
 • Senda umsókn (undirritaða) ásamt gögnum á netfangið: [email protected]

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica