Almennar upplýsingar um ES kortið

  • Evrópska sjúkratryggingakortið

Kortið staðfestir rétt korthafa til heilbrigðisþjónustu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur í EES landi og Sviss.


Kortið staðfestir rétt korthafa til heilbrigðisþjónustu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur í EES landi og Sviss.

Korthafi á rétt á allri heilbrigðisþjónustu sem telst nauðsynleg í því skyni að gera honum kleift að ljúka dvöl sinni á öruggan hátt. Er þá átt við meðal annars læknishjálp og lyf. Ef einstaklingur er með evrópska sjúkratryggingakortið á viðkomandi ekki að þurfa að snúa aftur til heimalands síns fyrr en áætlað var til þess að fá nauðsynlega meðferð. Hér er þo ekki átt við þá aðila sem myndu teljast búsettir í viðkomandi landi.

Læknir í dvalarlandi metur heilsufar og nauðsynlega meðferð. Þegar komið er á heilsugæslustöð, sjúkrahús eða apótek þarf að framvísa ES kortinu ásamt vegabréfi.

Einstaklingar greiða almennt ákveðið gjald sem er sjúklingshluti og hann fæst ekki endurgreiddur. 

Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis.

Kortið gildir aðeins hjá læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem starfa innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis í dvalarlandinu. Kortið gildir því ekki þegar um er að ræða þjónustu sem veitt er á einkareknum sjúkrastofnunum. Leitið ávallt upplýsinga um hvort læknir eða sjúkrastofnun sem leitað er til starfi innan opinbera sjúkratryggingakerfisins. Ef um einkarekna læknisþjónustu er að ræða er farið eftir öðrum reglum, sjá hér til vinstri Læknismeðferð erlendis - Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri.

Aðstoð er veitt samkvæmt reglum dvalarlandsins.

Þjónustan sem veitt er getur verið ólík frá einu landi til annars og mismunandi gjöld innheimt fyrir hana. Korthafi greiðir sama gjald fyrir þjónustuna og þeir sem eru tryggðir í viðkomandi landi. Tryggingastofnun/sjúkrasamlag landsins sendir síðan reikning til Sjúkratrygginga Íslands sem sér um að greiða hlut sjúkratrygginga/ríkisins.

Í sumum löndum greiða lífeyrisþegar og börn lægra gjald en aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu. Einstaklingar gætu þurft að sýna fram á stöðu sína til þess að njóta réttinda í samræmi við það, til dæmis með framvísun örorkuskírteinis.

Kortið gildir ekki ef tilgangur farar er að fá meðferð erlendis.

Kortið tekur ekki til þeirra tilvika þegar farið er til annars EES lands eða Sviss í þeim tilgangi að fá læknisaðstoð eða aðra heilbrigðisþjónustu. Í þeim tilvikum gilda ákveðnar reglur. Í ákveðnum þilvikum þarf þá að fá fyrirfram samþykki, sjá frekar upplýsingar hér vinstra megin undir Læknismeðferð erlendis - Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri. 

Kortið fellur úr gildi ef korthafi telst ekki lengur sjúkratryggður á Íslandi til dæmis vegna brottflutnings eða vinnu erlendis.

Kortið gildir almennt í þrjú ár  ef korthafi er búsettur og sjúkratryggður á Íslandi. Gildistími korthafa sem eru með ellilífeyri eða varanlega örorku er hinsvegar 5 ár. Ef búseta er flutt frá Íslandi fellur kortið almennt úr gildi. Sérreglur gilda um námsmenn og lífeyrisþega, sjá nánari leiðbeiningar hér.  

Þeir sem starfa í öðru EES landi eða Sviss eiga almennt að vera tryggðir í því ríki þar sem þeir starfa og teljast þá ekki lengur sjúkratryggðir á Íslandi. Einstaklingar sem starfa tímabundið í öðru EES landi fyrir vinnuveitanda hér á landi geta þó sótt um áframhaldandi tryggingu hjá Tryggingastofnun Íslands, svokallað A1 vottorð og Sjúkratryggingar Íslands gefa svo út S1 á grundvelli þess vottorðs ef umsókn um slíkt vottorð er samþykkt.

Óheimilt er að nota kort sem fallið er úr gildi að viðlagðri ábyrgð.

Ef handhafi korts sem ekki telst lengur sjúkratryggður á Íslandi (t.d. vegna flutnings búsetu eða atvinnu erlendis) framvísar kortinu geta Sjúkratryggingar endurkrafið hann um útlagðan kostnað ásamt vöxtum. Sama gildir um aðra misnotkun kortsins.

Korthafa ber skylda til að tilkynna um breytingar sem geta skipt máli um áframhaldandi gildi kortsins.  

Blóðskilun og súrefnisþjónusta.

Korthafi á rétt á blóðskilun og súrefnisþjónustu eftir þörfum í öðru EES landi og Sviss en sérstakar reglur gilda um þessa þjónustu. Gera verður samkomulag um slíka þjónustu fyrirfram (tímanlega) hjá viðkomandi þjónustuaðila.

Heimflutningur vegna alvarlegra veikinda eða andláts.

Kortið veitir ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður. Sem dæmi má nefna kostnað vegna breytinga á ferðaáætlun, lengri dvöl á hóteli eða vegna aðstoðar fylgdarmanns ef þörf er á aðstoð í heimferð.

Af hverju er kortið á íslensku?

Útlit kortsins er staðlað og er framhliðin eins í öllum EES löndum og Sviss. Löndin ráða hins vegar útliti bakhliðar og hvert ríki notast við sitt opinbera tungumál.

Ef kortið týnist.

Ef ES kort týnist eða gleymist er unnt að sækja um bráðabirgðakort í Rétttindagátt, mínar síður, sjá "Næstu skref" hér til hægri.

Kortið gildir í eftirtöldum löndum:

Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur (gríska hlutanum), Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Sviss, Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Athugið:

Endurgreiðslur fara eftir reglum dvalarlandsins en einstaklingar þurfa ávallt að greiða sinn sjúklingshluta sjálfir. Einstaklingum er frjálst að óska eftir að fá endurgreitt samkvæmt íslenskum endurgreiðslureglum ef þeir hafa greitt fullt verð fyrir læknisþjónustu erlendis. 

Ráðlagt er að ferðamenn kanni hvers konar tryggingar þeir hafa og hvort þær gilda á ferð erlendis. Nauðsynlegt getur verið að kaupa ferðatryggingu hjá tryggingafélögum. Slíkar tryggingar greiða bætur fyrir fleira en almannatryggingar gera, t.d. kostnað vegna heimflutnings.

Nauðsynleg læknisþjónusta hjá einkaaðila

Þegar nauðsynleg læknisþjónusta er veitt af heilbrigðisveitanda í einkaeigu er hægt að sækja um endurgreiðslu á grundvelli 12. gr. reglugerðar nr. 484/2016. Sjá nánar undir heilbrigðisþjónusta yfir landamæri innan EES lands.Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica