Útganga Bretlands úr ESB 31. janúar 2020, með aðlögunartímabili til 31. desember 2020, og í kjölfarið gerður útgöngusamningur

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit)

Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 31. janúar 2020 og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst eftir útgöngu tók við aðlögunartímabil en á því tímabili voru engar marktækar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands. Útgöngusamningur var gerður að loknu aðlögunartímabili þann 31.12.2020.

 

Ekki er kominn samningur milli Íslands og Bretlands um almannatryggingar en samningaviðræður eru í gangi. Á meðan að samningur liggur ekki fyrir gildir eftirfarandi:

Almenn réttindi á Íslandi og Bretlandi:

Þeir einstaklingar sem eru búsettir og sjúkratryggðir á Íslandi eða í Bretlandi halda almennum réttindum sínum í landinu þrátt fyrir útgöngu Bretlands ef réttindi voru til staðar fyrir útgöngudag 31.12.2020.

Ferðalög til Íslands og Bretlands:

Áfram verður hægt að framvísa íslensku ES korti (einnig rafrænu ES korti) vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi.

Áfram verður hægt að framvísa bresku ES korti (einnig rafrænu ES korti) vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Athugið að Global kortið (GHIC) er ekki tekið gilt á Íslandi.

Námsmenn við nám í Bretlandi og á Íslandi:

Áfram geta námsmenn frá Íslandi framvísað ES korti (einnig rafrænu ES korti) vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi. Þeir eiga rétt á að halda lögheimili sínu á Íslandi meðan á námi stendur og halda þ.a.l. sjúkratryggingu sinni í allt að 6 mánuði eftir að námi lýkur.

Áfram geta námsmenn frá Bretlandi framvísað ES korti (einnig rafrænu ES korti) vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Frétt frá utanríkisráðuneytinu um undirritun samnings um útgöngu Bretlands:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/28/Samningur-vegna-utgongu-Bretlands-ur-Evropska-efnahagssvaedinu-undirritadur/

Uppfært efni um undirbúning viðræðna um framtíðarsamband Íslands og Bretlands er í vinnslu, sbr. neðarlega á eftirfarandi svæði:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/

Information in english about Brexit

www.gov.uk/brexit

https://www.government.is/topics/foreign-affairs/iceland-in-europe/brexit/

https://www.nhs.uk/using-the-nhs/healthcare-abroad/apply-for-a-free-uk-global-health-insurance-card-ghic/

Fyrir frekari upplýsingar hafið þá samband við okkur á netfangið [email protected] 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica