Öldrunarþjónusta

Greiðslur til hjúkrunarheimila við sérstakar aðstæður í COVID-19 faraldri

-vegna neyðarstigs Almannavarna sem lýst var yfir þann 6. mars sl.


Dagdvöl fyrir aldraða

Dagdvöl (almenn og sérhæfð) sem getur ekki tekið á móti einstaklingum af eftirtöldum ástæðum:

  1. Ef dagdvalarþjónusta er veitt innan veggja hjúkrunarheimilis og stjórnendur meta það svo að ekki sé hægt að halda fullnægjandi aðskilnaði milli íbúa heimilisins og notenda dagdvalar, skal loka dagdvalarþjónustunni.
  2. Ef smit kemur upp hjá þjónustuþega eða starfsmanni dagdvalar, skal loka henni tímabundið. Ákvörðun um opnun hennar að nýju skal tekin í samráði við sóttvarnalækni.
  3. Ef almennt útgöngubann er sett á í samfélaginu.
  4. Ef stjórnendur meta það nauðsynlegt að loka dagdvölinni. Slík ákvörðun skal tekin í samráði við sóttvarnalækni.

Heimild: Leiðbeiningar til starfsmanna hjúkrunarheimila og sérhæfðra dagdvala, apríl 2020

       5. Takmörkuð aðsókn er í dagdvölina vegna faraldursins.

Komið verður til móts við dagdvalir sem þurfa tímabundið að draga úr þjónustu vegna ofangreindra ástæðna og ná ekki meðalnýtingu sl. sex mánaða með greiðslu sérstaks framlags.

Framlagið nemur mismun á raunnýtingu mánaðar og meðalnýtingu. Hér er átt við greiðsluhluta SÍ fyrir dagdvöl. Óheimilt er að innheimta komugjald af einstaklingi eins og um hefðbundna komu í dagvöl væri að ræða.

Á einungis við þegar dagdvalir hafa sinnt þjónustu við skjólstæðinga sína eins og kostur er, með símtölum, innliti og aðstoð í heimahús, heimsendum mat o.s.frv. Þetta á þó ekki við fyrir 6. mars sl. þegar neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir. Þetta fyrirkomulag mun eiga við þar til neyðarstigi verður aflétt eða annað tilkynnt.

Skrá um þessa skjólstæðinga og veitta þjónustu skal halda sérstaklega og senda SÍ þegar þess verður óskað, enda mega skjólstæðingarnir ekki vera skráðir samtímis í dagdvöl með hefðbundnum hætti.

Hjúkrunar- og dvalarrými

Hvíldarinnlagnir: Komi til þess að hjúkrunarheimili og Færni- og heilsumatsnefnd viðkomandi heilbrigðisumdæmis hafi sammælst um að lengja skuli hvíldarinnlögn einstaklings vegna sóttvarnarráðstafana, þá greiða SÍ framlengt tímabil eins og um hefðbundna hvíldarinnlögn væri að ræða.

Dvöl íbúa utan hjúkrunarheimilis: Í samningum hjúkrunarheimila við SÍ er gert ráð fyrir að íbúi geti farið og dvalið utan heimilisins í stuttan tíma, svo sem hjá aðstandanda yfir helgi eða hátíðir, án þess að daggjöld skerðist.

Vegna sóttvarnarráðstafana hafa hjúkrunarheimili ekki heimilað heimsóknir aðstandenda og gilda þær ráðstafanir einnig um heimsóknir íbúa út af heimilinu, sbr. fyrirmæli Almannavarna og sóttvarnalæknis þann 7. apríl sl.: 

Heimsóknarbanngildir í báðar áttir. Almannavarnir hafa fengið fyrirspurnir frá fólki sem er vant því að fá ættingja sína afhjúkrunarheimilum heim í mat um páska.„Það bara gengur ekki. Við erum með heimsóknarbann og það gildir í báðar áttir. Það er líka hætta á því að ef fólk er tekið út af hjúkrunarheimilum, að það geti ekki fengið að komast inn aftur,“

Vegna innlagnar íbúa á heilbrigðisstofnun er greitt 85% af daggjaldi vegna hans í allt að 60 daga.

Útköll bakvarða: Hjúkrunarheimili munu sjálf hafa samband við bakverði og ráðningarsambandið verður á milli einstaklingsins og viðeigandi heimilis eða sveitarfélags eftir því sem við á hverju sinni. Laun taka mið af kjarasamningi/stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi heimili.

Til að hægt sé að bæta hjúkrunarheimilum upp kostnaðinn sem hlýst af ráðningu bakvarða, skulu heimilin halda sérstaklega utan um þann kostnað sem hver ráðning bakvarðar hefur í för með sér.

Bakvarðaþjónusta lækna - höfuðborgarsvæðið: Læknar sem sinna hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu munu hafa samstarf um að tryggja nægjanlega mönnun lækna meðan á faraldrinum stendur. Annars vegar munu þessir læknar fara milli hjúkrunarheimila ef þeir læknar sem venjulega þjóna heimili geta það ekki vegna sóttkvíar eða einangrunar. Hins vegar munu þessir læknar vera til taks ef heimili þurfa á aukinni læknisþjónustu að halda vegna smits meðal íbúa.

Læknar heimilanna vinna nú að því að setja saman lista um þessa lækna og með hvaða hætti hægt verður að hafa samband við þá. Þau heimili sem þurfa að kalla eftir aukamönnun verða að halda utan um þann kostnað þannig hægt sé að taka afstöðu til hans síðar.Gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á vegum aðila sem eru án samnings um verð.

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi fyrir þjónustu dagdvalarstofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2020 og eru án samnings um verð.

Gjaldskráin tekur til daggjalda fyrir þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga í dagdvalarrýmum á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2020 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Greiðsluþátttaka hins sjúkratryggða vegna dagdvalar fer samkvæmt 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, sbr. einnig reglugerð nr. 1245/2016 um dagdvöl aldraðra með breytingum skv. reglugerð nr. 1139/2019.

Í gjaldskránni eru tilgreind verð og fjöldi rýma sem ákvarðar umfang þjónustunnar sem greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands tekur til. Gjaldskráin gildir frá og með 1. janúar 2020.

 

Gjaldskrá vegna þjónustu hjúkrunarheimila sem eru ekki með samning um verð

Sett hefur verið gjaldskrá vegna þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands.

Hjúkrunarheimili sem greitt fá samkvæmt gjaldskrá skulu uppfylla kröfur sem koma fram í kröfulýsingu Velferðarráðuneytisins.

Þjónusta hjúkrunarheimila er háð því að sjúkratryggður sé með gilt færni- og heilsumat.

Heildarverð umsaminnar þjónustu er tilgreint í gjaldskránni. Frá 1. janúar 2020 er einingarverðið 115,65 kr. Um greiðslur sjúkratryggðra fer skv. lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum og reglugerð nr. 1238/2018, með síðari breytingum, um greiðslu kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum öldrunarstofnana sem eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, með síðari breytingum.

Samningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Sjúkratryggingar Íslands, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skrifað undir samninga um þjónustu hjúkrunarheimila næstu 2 ár. Samið er við hvert hjúkrunarheimili fyrir sig og eru samningarnir samhljóða. Samningarnir gilda frá 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2021.

Einingarverðið er 121,02 kr. á verðlagi ársins 2020.

 

 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica