Tilvísanir fyrir börn

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um tilvísanakerfi fyrir börn. Reglugerðin tók gildi 1. maí 2017.

Börn yngri en 18 ára, með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni, greiða ekki gjald fyrir komu til sérgreinalæknis. Börn sem sækja þjónustu án tilvísunar greiða hins vegar 30% af kostnaði við þjónustuna þar til greiðslumarki (hámarksgreiðsla innan mánaðar) er náð. 

Þó þurfa börn með umönnunarmat og börn yngri en 2ja ára ekki tilvísun, þau fá þjónustu sérgreinalækna endurgjaldslaust. 

Tilvísanakerfið tekur til sérhæfðrar læknisþjónustu, rannsókna, geisla- og myndgreininga sem sérgreinalæknir telur þörf á í tengslum við greiningu eða meðferð. 

Heimilis- eða heilsugæslulæknir sem gefur út tilvísun ákveður gildistíma hennar. Gildistími verður í samræmi við faglegt mat læknisins hverju sinni, hann skal þó almennt ekki vera lengri en eitt ár. Þó er heimilt að ákveða að tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun gildi í allt að tíu ár.

Heimilis- eða heilsugæslulæknir getur vísað barni á ákveðna sérgrein eða til ákveðins sérgreinalæknis.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica