Dæmi

Þegar reiknað er út hvað einstaklingur á að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu hverju sinni er skoðað hversu mikið hann hefur safnað upp í hámarksgreiðslu og hver greiðsla hans ætti að vera samkvæmt gjaldskrá.  Ef kostnaður einstaklings samkvæmt gjaldskrá fyrir þjónustuna nemur samanlagt hærri fjárhæð en mánaðarlegu hámarki greiða Sjúkratryggingar Íslands mismuninn.

Við ákvörðun á greiðsluþátttöku einstaklings er tekið tillit til stöðu  í byrjun mánaðar og það sem greitt er fyrir heilbrigðisþjónustu í þeim mánuði. Ef þessar samanlögðu greiðslur eru lægri en 25.100 kr. (16.700 kr. fyrir lífeyrisþega og börn) tekur einstaklingurinn þátt í kostnaðinum þar til þeirri fjárhæð er náð. 

Þetta þýðir að einstaklingar, aðrir en lífeyrisþegar og börn, greiða aldrei hærra gjald en 25.100 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 4.183 kr. á mánuði að jafnaði.  Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald en 16.700 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 2.783 kr. á mánuði að jafnaði.

Dæmi 1:

Jón hefur ekki þurft að nýta sér neina heilbrigðisþjónustu síðasta hálfa árið. Hann fer í aðgerð á stofu sérfræðings og greiðir 25.100 kr. fyrir aðgerðina (hámarksgjald) í maí. Hann fer síðar í sama mánuði til sjúkraþjálfara og læknis en þar sem hann er búin að greiða hámarksgjaldið í  mánuðinum þá greiðir hann ekkert gjald fyrir þá þjónustu.

Í júní þarf Jón að fara áfram til sjúkraþjálfara, en þar sem hann var búinn að greiða hámarksgjald í maí þá greiðir hann 4.183 kr. fyrir þjálfunina. Ef hann þarf að sækja frekari þjónustu hjá lækni eða þjálfara í júní þá greiðir hann ekki meira  þann mánuðinn.

Ef Jón sækir hins vegar enga heilbrigðiþjónustu í júní og fer ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar (í júlí) þá þarf hann að greiða 8.366 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu í þeim mánuði (4.183 kr. x2).

Dæmi 2:

Guðrún hefur þurft að nota heilbrigðisþjónustu undanfarna mánuði og 1. maí hefur hún safnað 15.500 kr. upp í hámarksgreiðslu og á því eftir að greiða 9.600 kr. til að ná upp í hámarkið.  Hún fer í sjúkraþjálfun í byrjun maí og greiðir 6.000 kr. fyrir þjálfunina. Þá vantar hana 3.600 kr. til að ná upp í hámarksgreiðslu.  Hún fer síðan til sérfræðilæknis þar sem kostnaður vegna þjónustunnar er 12.000 kr.  Guðrún greiðir aðeins 3.600 kr. fyrir sérfræðiþjónustuna, því þá hefur hún náð hámarksgreiðslunni. (15.500+6.000+3.600=25.100)

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica