Greiðsluþátttökukerfi vegna læknisþjónustu, þjálfunar o.fl.

Markmiðið með greiðsluþátttökukerfi  er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. 

Hámarksgreiðslan er kr. 26.753. Hún verður þó lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum eða kr. 17.835. Börn með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár Íslands teljast sem einn einstaklingur í greiðsluþátttökukerfinu. Sú nýbreytni er í nýju greiðsluþátttökukerfi að greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir þjónustu vegna þjálfunar, læknishjálpar o.fl. telja saman upp í hámarksgjald. Greiðslur fyrir þjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum falla undir nýtt kerfi ásamt heilbrigðisþjónustu hjá sjálfstætt starfandi læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, talmeinafræðingum og sálfræðingum.  Greiðsluþátttaka hjá sálfræðingum sem eru á rammsamning á eingöngu við um börn yngir en 18 ára og og  eru með tílvísun frá tilvísunarteymi sem SÍ hefur samið við.  

Þegar reiknað er út hvað einstaklingur á að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu hverju sinni er skoðað hversu mikið hann hefur safnað upp í hámarksgreiðslu og hver greiðsla hans ætti að vera samkvæmt gjaldskrá.  

Ef kostnaður einstaklings samkvæmt gjaldskrá fyrir þjónustuna nemur samanlagt hærri fjárhæð en mánaðarlegu hámarki greiða Sjúkratryggingar Íslands mismuninn. 

Við ákvörðun á greiðsluþátttöku einstaklings er tekið tillit til stöðu í byrjun mánaðar og það sem greitt er fyrir heilbrigðisþjónustu í þeim mánuði. Ef þessar samanlögðu greiðslur eru lægri en 26.753 kr. (17.835 kr. fyrir lífeyrisþega og börn) tekur einstaklingurinn þátt í kostnaðinum þar til þeirri fjárhæð er náð. Þetta þýðir að einstaklingar, aðrir en lífeyrisþegar og börn, greiða aldrei hærra gjald en 26.753kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 4.459 kr. á mánuði að jafnaði.  

Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald en 17.835 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 2.973 kr. á mánuði að jafnaði.

Greiðsluþátttaka einstaklinga er reiknuð í gagnagrunni sem Sjúkratryggingar Íslands starfrækja. 

Upplýsingar um greiðsluþátttöku er aðgengilegar fyrir almenning í Réttindagátt SÍ á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica