Dvalarkostnaður
Þetta á við ef það er að minnsta kosti 20 kílómetra vegalengd milli heimilis og sjúkrahúss.
Ef um erfiða sjúkdómsmeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms er að ræða er heimilt að slík greiðsla nái til beggja foreldra eða aðstandenda barns að 18 ára aldri.
Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu dvalarkostnaðar og daglegra bílferða á sama tímabili.
Endurgreiðsla
Þegar sótt er um endurgreiðslu þarf að framvísa eftirfarandi í viðkomandi umboði hjá sýslumönnum á landsbyggðinni:
- Kvittun fyrir dvalarkostnaði.
- Staðfestingu frá sjúkrahúsi um sjúkrahúslegu barns.
- Ef um er að ræða erfiða sjúkdómsmeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms þar sem báðir foreldrar óska endurgreiðslu skal jafnframt framvísa læknisvottorði.
Fjárhæðir
Sjúkratryggingar Íslands greiða 80% af dvalarkostnaði.
Þó er aldrei greitt meira en sem nemur 50% af daggjaldi til sjúkrahótels RKÍ.
Ef um báða foreldra er að ræða greiðist hámark 75% af daggjaldi til sjúkrahótels RKÍ.
- Listi yfir umboð
- Íbúðir fyrir sjúklinga og aðstandendur Upplýsingar á vef Landspítalans
- Sjúkrahótel Landspítala Upplýsingar á vef Landspítalans