Sjúkraþjálfarar
Sjúkraþjálfari sem hefur störf
Sjúkraþjálfarar sem eru að hefja störf þurfa að senda tilskilin gögn til Sjúkratrygginga Íslands og fá staðfestingu frá stofnuninni áður en störf eru hafin. Gögnin eru:
Netfang: thjalfun@sjukra.is
- Tilkynning um sjálfstæðan rekstur
- Afrit af löggildingu sjúkraþjálfara
- Staðfesting á sjúklingatryggingu
- Staðfesting á frjálsri ábyrgðartryggingu
- Undirrituð yfirlýsing vegna tengingar við netkerfi Sjúkratrygginga Íslands ( í tvíriti)
- Staðfesting landlæknis á að viðkomandi sjúkraþjálfari uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfssemin hefst)
-
Samningur SÍ og notanda vegna tengingar við upplýsingakerfi SÍ
SÍ meta hverja umsókn fyrir sig, þ.e. hvort talin er þörf á fleiri sjúkraþjálfurum til að starfa samkvæmt rammasamningi á viðkomandi landssvæði.
Flutningur á aðra starfsstöð
Hyggist sjúkraþjálfari flytja á aðra starfsstöð þurfa eftirfarandi upplýsingar að liggja fyrir áður en viðkomandi hefur störf á nýjum stað.
- Tilkynning um sjálfstæðan rekstur
- Staðfesting landlæknis á að viðkomandi sjúkraþjálfari uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt var um (skal liggja fyrir áður en starfsemin hefst á þeirri starfsstofu sem sjúkraþjálfari flytur starfsemi sína á).
- Staðfesting á frjálsri ábyrgðartryggingu
- Staðfesting á sjúklingatryggingu
SÍ meta hverja umsókn fyrir sig, þ.e. hvort talin er þörf á fleiri sjúkraþjálfurum til að starfa samkvæmt rammasamningi á viðkomandi landssvæði.
- Næsta skref Yfirlýsing sjúkraþjálfara vegna tengingar við netkerfi Sjúkratrygginga Íslands Eyðublað
- Næsta skref Tilkynning um sjálfstæðan rekstur sjúkraþjálfara Eyðublað